Mosfellsbær, Ísland
Mánudagur 7°C - 6 m/s

AÐALFUNDUR GM ÁÆTLAÐUR 13. DESEMBER | FRAMBOÐ TIL STJÓRNAR

01.11.2017
AÐALFUNDUR GM ÁÆTLAÐUR 13. DESEMBER | FRAMBOÐ TIL STJÓRNAR

Senn líður að aðalfundi GM en hann er áætlaður miðvikudaginn 13. desember næstkomandi og verður að vitaskuld haldinn í Kletti. Um hefðbundin aðalfundarstörf verður að ræða en fundurinn verður auglýstur formlega þegar nær dregur samkvæmt lögum félagsins.

Einnig samkvæmt lögum félagsins er hér með óskað eftir framboðum til stjórnar og skulu framboð berast fyrir 15. nóvember næstkomandi. Áhugasamir skulu senda tölvupóst á golfmos@golfmos.is og mun kjörnefnd í framhaldinu taka til starfa.

Stjórn GM