Mosfellsbær, Ísland
Mánudagur 12°C - 2 m/s

BJÖRN Í TOPPBARÁTTUNNI Í HÁSKÓLAGOLFINU

27.03.2018
BJÖRN Í TOPPBARÁTTUNNI Í HÁSKÓLAGOLFINU

Björn Óskar Guðjónsson, afrekskylfingur úr GM, hefur leikið frábærlega síðustu tvo daga á Lake Charles Invitational mótinu, sterku háskólamóti ásamt liðsfélögum sínum í Louisiana Lafayette háskólanum.

Björn lék fyrstu tvo hringina á einu höggi undir pari og þremur höggum undir pari sem var jafnframt besti hringurinn hans í háskólagolfinu. Hann leikur á fjórum höggum undir pari í heildina og er jafn í 5. sæti mótsins fyrir síðasta hringinn.

Björn Óskar hefur hafið leik, en í dag er síðasti dagur mótsins. Hann byrjaði daginn vel á fugli.

Lið Björn, Louisiana Lafayette, er í efsta sæti fyrir lokahringinn á sjö höggum undir pari í heildina, en Björn leikur á næst besta skorinu í sínu liði.

Við óskum Birni Óskari góðs gengis!

Hægt er að fylgjast með stöðunni hér.