Mosfellsbær, Ísland
Mánudagur 7°C - 6 m/s

FRÁBÆR HRINGUR HJÁ KRISTÓFER Á SPÁNI

04.01.2018
FRÁBÆR HRINGUR HJÁ KRISTÓFER Á SPÁNI

Kristófer Karl Karlsson, afrekskylfingur úr GM leikur á sterku unglingamóti á Spáni. Mótið er 54 holur, en Kristófer hóf leik í gær á Lauro Golf vellinum og lék á 82 höggum (+10). Mótið er huti af finnskri unglingamótaröð. Þá var hann í 37. sæti eftir fyrsta hringinn, en lék frábærlega í dag og lauk leik á 67 höggum eða 5 höggum undir pari og bætti sig því um 15 högg á milli hringja.


Hann krækti í hvorki meira né minna en 7 fugla á hringnum en lenti í erfiðleikum á 17. holunni sem skilaði honum skramba.

Kristófer Karl er nú í 9.-10. sæti á 5 höggum yfir pari í heildina, en ekki hafa allir kylfingar lokið leik. Þá er hann 10 höggum á eftir efsta manni.

Þriðji og síðasti hringurinn verður leikinn á morgun og óskum við Kristófer góðs gengis!

Hægt er að fylgjast með stöðunni hér.