Mosfellsbær, Ísland
Mánudagur 7°C - 6 m/s

GUNNAR HLAUT FÉLAGSMÁLASKJÖLD UMSK

15.02.2018
GUNNAR HLAUT FÉLAGSMÁLASKJÖLD UMSK

94. ársþing UMSK var haldið 13. febrúar hefð samkvæmt. Veittar voru ýmsar viðurkenningar, bæði fyrir íþróttir og störf innan hreifingarinnar.

Gunnar Ingi Björnsson hlaut félagsmálaskjöldinn fyrir að leiða og koma upp Íþróttamiðstöð GM.


Í umsögn UMSK segir:

1. apríl 2016 var tekin fyrsta skóflustunga að íþróttamiðstöð Golfklúbbs Mosfellsbæjar. Um 14 mánuðum síðar eða um miðjan júní 2017 var húsnæðið tekið í notkun. Það má segja að hér hafi verið unnið þrekvirki sem margir félagsmenn GM komu að. Að öllum öðrum ólöstuðum má með sanni segja, að Gunnar Ingi Björnsson framkvæmdarstjóri GM, hafi leitt verkið og haldið því gangandi með eljusemi og óþrjótandi vilja og krafti. Gunnar á allan heiður skilið.


GM óskar Gunnari Inga til hamingju með verðskuldaða viðurkenningu og þakkar honum fyrir þrautseigju og eljusemi þegar kom að byggingu Kletts.