Mosfellsbær, Ísland
Mánudagur 12°C - 2 m/s

FRÁBÆR MÆTING Á JÓLABALL GM

19.12.2017
FRÁBÆR MÆTING Á JÓLABALL GM

Gleðin var ríkjandi í Kletti á sunnudaginn, en þá fór fram jólaball GM. Foreldraráðið stóð fyrir veitingasölu þar sem gestirnir gátu styrkt barna-og unglingastarfið og gætt sér á vöfflum og heitu súkkulaði. Mætingin var frábær, en um 70 manns á öllum aldri mættu og áttu góða stund saman.

Þvörusleikir og Stúfur mættu á svæðið, öllum til mikillar ánægju en þeir bræður tóku dansinn með börnunum í kringum jólatréð.

Loks kvöddu jólasveinarnir og sögðust bíða spenntir eftir jólaballi næsta árs.

GM þakkar fyrir frábæra þáttöku og óskar félagsmönnum gleðilegra jóla.