Mosfellsbær, Ísland

Komdu í golf! Barna og unglingaæfingar í fullum gangi

10.09.2018
Komdu í golf! Barna og unglingaæfingar í fullum gangi

Golfklúbbur Mosfellsbæjar er þekktur fyrir metnaðarfullt unglingastarf. Því er óhætt að segja að við erum spennt fyrir komandi tímum.

Meðal annarra nýjunga í æfingaaðstöðu er stefnan á að innanhúsaðstaða með vipp og púttflöt og þremur golfhermum opni í vetur.

Einnig eru framkvæmdir að nýju æfingasvæði hafnar þar sem glæsileg púttflöt, vipp og pitch flöt ásamt æfingasvæði sem verður slegið af grasi.

Haustæfingar eru byrjaðar og er um að gera að skrá sig núna á æfingar hjá GM. Haustæfingagjald er einungis 5.000 krónur og eru þær æfingar út 12. október 2018.

Skráðu þig HÉR.

Haustæfingar 23. ágúst - 12. október 2018

Mánudagur og miðvikudagur
• 15:30 – 16:20: 2008 og yngri drengir
• 16:30 – 17:20: 2008 og yngri stúlkur
• 17:30 – 18:20: 2006 – 2007 stúlkur
• 18:30 – 19:20: 2006 – 2007 strákar

Þriðjudagur og fimmtudagur
• 16:30 – 17:30: 2002-2005 drengir
• 17:30 – 18:30: 2005 og eldri stúlkur
• 18:30 – 20:00: Meistaraflokkur