Mosfellsbær, Ísland
Mánudagur 7°C - 6 m/s

​KLÁRUM NEÐRI HÆÐINA!

01.12.2017
​KLÁRUM NEÐRI HÆÐINA!

Nú stendur yfir vinna við að koma af stað frágangi á neðri hæð Kletts og var nýverið tekið til með frábærum mannskap sem vonandi mun verða áfram duglegur í vetur. Það er ljóst að miklu skiptir fyrir barna-og unglingastarf að komast betri æfingaaðstöðu sem fyrst. Ekki síður er það mikilvægt fyrir hinn almenna félagsmann.

Til stendur að flota neðri hæðina í heild sinni í desember með góðra manna hjálp. Í framhaldi af því er stefnt að því að hefja uppsetningu milliveggja í janúar og reyna í framhaldinu að ýta framkvæmdum áfram þannig að hægt sé að nýta hæðina undir æfingar sem fyrst.

Við viljum núna nota tækifærið og efla starfsemi byggingarnefndar og fjölga í henni. Því leitum við til félagsmanna um að gefa kost á sér í byggingarnefnd. Gríðarlega mikilvægt er að þessi lokaáfangi framkvæmda gangi vel og það takist að efla og virkja félagsandann til að klára þessari framkvæmdir með sóma.

Áhugasamir eru hvattir til að setja sig í samband við formann byggingarnefndar ásamt því að hægt er að koma ábendingum eða góðum hugmyndum.

Stefán Þór Steindórsson, formaður byggingarnefndar

Netfang | Sími: 8671978