Mosfellsbær, Ísland
Mánudagur 7°C - 6 m/s

RAGNAR MÁR Í 12. SÆTI Í FLÓRÍDA

02.01.2018
RAGNAR MÁR Í 12. SÆTI Í FLÓRÍDA

Ragnar Már Ríkharðsson lék á unglingamóti í Flórída dagana 28.-30. desember, American Junior, en það er hluti af World Junior Golf Series mótaröðinni.

Ragnar Már lék í flokki 18 ára og yngri, en hann lék hringina á 75, 83 og 75 höggum eða 17 höggum yfir pari, sem skilaði honum 12. sætinu.

Alls voru 34 keppendur í flokki 18 ára og yngri.

Hein Sithu bar sigur úr býtum og lauk leik á pari, en Sigurður Arnar Garðarsson úr GKG og Viktor Ingi Einarsson úr GR voru einnig á meðal keppenda í mótinu.