Mosfellsbær, Ísland

UPPBYGGING Á ÆFINGAAÐSTÖÐU HAFIN - 60 MILLJÓN KR. VIÐBÓTARFRAMLAG FRÁ MOSFELLSBÆ

24.05.2018
UPPBYGGING Á ÆFINGAAÐSTÖÐU HAFIN - 60 MILLJÓN KR. VIÐBÓTARFRAMLAG FRÁ MOSFELLSBÆ

Nú er hafin uppbygging á æfingaaðstöðu innan og utandyra við nýja Íþróttamiðstöð GM við Hlíðavöll. Í vetur var gerður viðbótarsamningur við Mosfellsbæ um áframhaldandi uppbyggingu á aðstöðu GM. Með samningi þessum hefur Mosfellsbær nú sett 60 miljón kr. viðbótarframlag í byggingu Íþróttamiðstöðvar GM.

Framkvæmdum miðar vel en áhersla er lögð í vor á að koma framkvæmdum við æfingasvæði utandyra vel á veg. GM hefur fengið Íslandsmótinu 2020 úthlutað og er mikilvægt að klára sáningu í æfingaflatir og teiga sem mest. Einnig er mikil þörf á að börn og ungmenni sem æfa golf hjá GM fái viðunandi æfingaaðstöðu en á bilinu 150 - 200 börn og ungmenni æfa golf á hverju ári hjá GM.


Æfingaaðstaðan utandyra verður mjög skemmtileg og telur GM að hún muni nýtast einkar vel til æfinga en ekki síður fyrir almenna félagsmenn. Edwin Roald Rögnvaldsson golfvallarhönnuður hefur hannað æfingasvæðið ásamt því að halda utan um verkefnastjórn fyrir hönd klúbbsins. Stefnt er að því að framkvæmdum ljúki í júní lok og nýtt æfingasvæði verði komið í fulla virkni síðla sumars 2019. Æfingasvæðið hefur þó þegar verið tekið í notkun að hluta og fara æfingar þegar að mestu leiti fram þar.

Framkvæmdir hafa einnig hafist við æfingaaðstöðu innandyra á 1. hæð Íþróttamiðstöðvarinnar Kletts. Á neðri hæðinni mun koma aðstaða fyrir börn og ungmenni ásamt þjálfurum og starfsmönnum klúbbsins. Þar verður skiptiaðstaða og sturtur ásamt salernum og geymslum undir búnað og golfkylfur. 280 m2 innipúttflöt verður þar til æfinga ásamt 3 golfhermum og netum til að slá. Aðstaða verður fyrir styrktarþjálfun og aðra tengda þjálfun.


Aðstaðan verður tekin í notkun í skrefum frá og með haustinu 2018 og verður sannarlega gaman að sjá aðstöðu þessa rísa enda þörfin fyrir hana verið lengi til staðar. Við hjá GM eru afar þakklát fyrir aðkomu bæjarins að uppbyggingu á íþróttaaðstöðu hjá GM og væntum áframhaldandi góðs samstarfs og uppbyggingu í framtíðinni.

Þessi styrkur fer í uppbyggingu á æfingaaðstöðu úti og inni.


Fyrir hafði Mosfellsbær lagt til 120 miljónir vegna framkvæmda við íþróttamiðstöðina.

Við hjá GM eru afar þakklát fyrir aðkomu bæjarins að uppbyggingu á íþróttaaðstöu hjá GM og væntum áframhaldandi góðs samstarfs og uppbyggingu í framtíðinni.