Golf Mosfellsbær
Mosfellsbær, Ísland

VAL OG STIGAGJÖF Í LIÐ ELDRI KYLFINGA GM

24.05.2019
VAL OG STIGAGJÖF Í LIÐ ELDRI KYLFINGA GM

Nú þegar líða fer á sumarið hvetur GM félagsmenn til þess að taka þátt í starfinu og þeim viðburðum sem eru á döfinni í sumar. Þeir kylfingar sem hafa metnað til þess að skipa lið GM í Íslandsmóti golfklúbba eru hvattir til að taka þátt í þeim mótum sem gilda á stigalista eldri kylfinga.

6 af 9 kylfingum sem skipa liðin munu tryggja sæti sitt í gegnum stigalista eldri kylfinga. Við stigagjöf er ávalt miðað við höggleik án forgjafar. Á stigalista eldri kylfinga gilda eftirfarandi mót.

Viðmiðunarmót eldri kylfinga - leikin á Hlíðavelli

Viðmiðunarmót eldri kylfinga eru opin öllum kylfingum 50 ára og eldri og eru allir kylfingar sem stefna á að komast í lið GM hvattir til þess að taka þátt. Kylfingar skrá sig sjálfir á rástíma á þessum dögum og kaupa skorkort í afgreiðslu á 1.000 kr. Allar tekjur af þessum mótum renna óskiptar til keppnissveita GM í flokki eldri kylfinga.

Skilyrði er að leika með amk einum kylfingi sem er einnig að leika í viðmiðunarmótinu. Að hring loknum er skorkorti skilað í skorkortalúgu. 3 bestu viðmiðunarmótin gilda af 4.

Viðmiðunarmótin eru á eftirfarandi dagsetningum:

  • 5. júní
  • 26. júní
  • 10. júlí
  • 31. júlí

Meistaramót GM (Hefur tvöfalt vægi)

Í meistaramóti GM gildir meðalskor allra hringja og eru gefin stig út frá því.

Eitt Lek mót að eigin vali (Heimilt að spila í fleirum en lægsta skorið gildir)

Heimilt er að spila í eins mörgum Lek mótum og fólk vill en lægsta skorið gildir.

Nánari upplýsingar um stigagjöf má finna á slóðinni, https://www.golfmos.is/Afreksstarf/Eldri-kylfingar