Mosfellsbær, Ísland

Gjaldskrá

FÉLAGSGJÖLD 2018

Full leikheimild 99.990 kr.

Fullt aðild felur í sér heimild til að leika Hlíðavöll og Bakkakot hvenær sem er þegar vellir eru opnir fyrir leik félagsmanna og gesta. Innifalið eru félagsgjöld ásamt rétti til þátttöku í innanfélagsmótum klúbbsins. Skráning hjá GSÍ og útgáfa forgjafar og með því leikheimild í opnum mótum annarra golfklúbba.

Hálf leikheimild 69.990 kr.

Félagsaðild með hálfri leikheimild felur í sér heimild til að leika Bakkakotsvöll hvenær sem er þegar Bakkakot eru opið fyrir leik félagsmanna og gesta. Innifalið eru félagsgjöld ásamt rétti til þátttöku í innanfélagsmótum klúbbsins. Skráning hjá GSÍ og útgáfa forgjafar og með því leikheimild í opnum mótum annarra golfklúbba.

Afsláttarhópar

Í boði eru afslættir fyrir eftirtalda hópa af fullri eða hálfri félagsaðild. Engir afslættir eru í boði á takmarkaðri félagsaðild.
Afsláttarhópur Gjald fyrir fulla leikheimild Gjald fyrir hálfa leikheimild
67 ára og eldri og öryrkjar* 73.900 kr. 48.900 kr.
Ungmenni 19-26 ára ** 49.900 kr.
Ungmenni 13-18 ára ** 19.900 kr
Börn 12 ára og yngri** 16.900 kr
* Samkv. Tryggingastofnun Íslands
** Öll ungmenni hafa aðgang að báðum vallarsvæðum
Þeir sem vilja nýta sér afslætti vegna örorku skulu nefna það við inngöngu í klúbbinn og framvísa staðfestingu til klúbbsins vegna þessa. Aldursmörk skulu miðast við fæðingarár og árið 2017.

Ertu Nýliði?

Ætlast er til að byrjendur í golfi sem ekki hafa fengið skráða forgjöf fari á nýliðanámskeið hjá golfkennara


Vallargjöld (2018)

Hlíðavöllur

Rástímaskráning og golfverslun á Hlíðavelli er alla jafna opin frá kl 8.00–22.00 yfir sumartímann eða á meðan skráning er í rástíma. Afsláttarkjör og fríspil hverskonar gilda ekki utan opnunartíma afgreiðslu undir neinum kringumstæðum.

Kylfingum ber að framvísa kvittun úr afgreiðslu eða sjálfsafgreiðslu á velli sé þess óskað.

Vallargjöld - Hlíðavöllur (2018)

Vallargjald 9.900 kr
Vallargjald GSÍ félagar 5.900 kr
Vallargjald með GM félaga 4.900 kr
Börn undir 18 ára 3.900 kr


Vallargjöld - Bakkakot (2018)

18 holur 4.900 kr
18 holur með GM félaga 3.900 kr
9 holur 3.900 kr
9 holur með GM félaga 2.900 kr
Börn undir 18 ára 1.900 kr

Allir kylfingar sem leika völlinn verða að skrá rástíma sinn á golf.is. Það er óheimilt að hefja leik utan þess tíma sem boðið er upp á í rástímaskráningu á golf.is. Ef kvittun fyrir vallargjaldi er ekki fyrir hendi skoðast leikur sem án heimildar og er vísað í vallarreglur GM.