Golf Mosfellsbær
Mosfellsbær, Ísland

NÝLIÐAÆFINGAR OG ÖRKENNSLA HEFST Í NÆSTU VIKU

17.05.2016
NÝLIÐAÆFINGAR OG ÖRKENNSLA HEFST Í NÆSTU VIKU

Þar sem Bakkakot hefur því miður ekki opnað þetta vorið hefjast nýliðaæfingar frá og með næstkomandi mánudag, 23. maí. Við hjá GM ætlum að taka vel á móti nýliðum í klúbbnum núna í sumar og það er okkar markmið að nýliðum líði vel á golfvöllum GM.

Í næstu viku verður einnig fyrsti opni viðtalstíminn en á þriðjudögum milli 19 og 20 gefst nýjum félögum kostur á að koma í golfskálann á Hlíðavelli og fá svör við þeim spurningum sem brenna á þeim.

Nýliðaæfingar GM eru meðlimum að kostnaðarlausu en æfingarnar eru vikulega á mánudögum og miðvikudögum. Nýliði má mæta á eina æfingu í viku.

  • Mánudagar: 20:00 - 21:00 (Hlíðavöllur)
  • Miðvikudagur: 20:00 - 21:00 (Bakkakot)

Nýliðaæfingarnar eru aðgengilegar fyrir þá félaga sem gengu í GM eftir 1. september 2015 og hafa ekki náð 36 í forgjöf. Ennfremur eru allir félagsmenn í GM sem ekki eru komnir með skráða forgjöf velkomnir á æfingarnar.

Örkennsla fyrir félagsmenn - 5 mínútna golfkennsla

Í næstu viku hefst einnig "Örkennsla fyrir félagsmenn". Golfkennarar hjá GM veita félagsmönnum ráð á æfingasvæðinu á mánudögum og miðvikudögum á milli 21 og 22. Á Hlíðavelli á mánudögum og í Bakkakoti á miðvikudögum. Fyrirkomulagið er með þeim hætti að félagsmenn kaupa körfu af boltum og byrja að slá. Golfkennari gengur síðan á milli og veitir örkennslu á 5 mínútum!