Golf Mosfellsbær
Mosfellsbær, Ísland

VILT ÞÚ STARFA Í NEFNDUM GM?

16.01.2017
VILT ÞÚ STARFA Í NEFNDUM GM?

Þá er komið að því að skipa formlega í nefndir GM fyrir starfsárið 2017. Með pósti þessum vill stjórn bjóða félagsmönnum að gefa gefa kost á sér í nefndir klúbbsins fyrir komandi starfsár. Það er mikilvægt að félagsmenn gefi kost á sér í nefndastörf og jafnframt nauðsynlegt og gott að fá fjölbreyttan og öflugan hóp félagsmanna til starfa.

Stjórn klúbbsins vill einnig góðfúslega fara þess á leit við núverandi nefndarmenn að þeir gefi kost á sér í áframhaldandi vinnu fyrir klúbbinn og vill jafnframt koma til skila þakklæti til þeirra fyrir þeirra störf. Ennþá er mikið verk óunnið við að skipuleggja og samþætta starfsemi klúbbsins. Stjórn bindur miklar vonir við að nefndastarfið verði blómlegt í vetur og næsta sumar sjáist góður árangur af vinnu allra nefnda.

Þær nefndir sem stjórn hefur þegar ákveðið að skipa fyrir starfsárið 2016-2017 má sjá hér að neðan. Í framhaldinu af þessu verða nefndir skipaðar ásamt formönnum og tengiliðum hverrar nefndar við stjórn klúbbsins. Fyrsta verkefni nefndanna verður að fara yfir erindisbréf sín sem verða svo lögð fram til samþykktar stjórnar.

Nefndir 2016-17

  • Afreksnefnd
  • Aganefnd ( hefur verið kosin á aðalfundi )
  • Byggingarnefnd
  • Félagsnefnd
  • Forgjafarnefnd
  • Kjörnefnd ( hefur verið kosin á aðalfundi )
  • Kvennanefnd
  • Mótanefnd
  • Vallarnefnd
  • Vetrarstarfsnefnd
  • Öldunganefnd

Félagsmenn hafa fram út janúar til að láta vita af áhuga sínum. Stjórn mun hefja skipun nefnda samstundis og munu sumar nefndir hefja störf strax í janúar.

Áhugasamir eru beðnir um að senda póst á golfmos@golfmos.is og láta vita af sínum áhuga og þá hvaða nefnd.

Stjórn GM