Golf Mosfellsbær
Mosfellsbær, Ísland

Staðarreglur Hlíðavallar

HLÍÐAVÖLLUR

  • Staðarreglur Hlíðavallar 2024

    1. Vallarmörk.

    Völlurinn er afmarkaður með hvítum hælum, girðingastaurum, trjádrumbum (aftan við 5. Flöt) eða hvítum línum þar sem það er til staðar. Sjávarmegin við völlinn meðfram 5., 8., 13., 12. og 16. braut markar innri brún malbikaðs göngustígs völlinn, nema þar sem aðrar merkingar eru til staðar skv. lýsingu hér á undan.

    Við leik 10. brautar eru vallarmörk hlaðinn steinveggur handan lækjarfarvegsins vinstra megin við brautina. Hvítir hælar þeim megin lækjarins eru til að gefa til kynna að það svæði sé utan vallar en þeir eru ekki vallarmörk þar.

    2. Vítasvæði.

    Öll vítasvæði vallarins eru merkt með rauðu og skulu lausnir frá þeim teknar skv. reglu 17. Mörk vítasvæðis er sláttulína, en þar sem slík sláttulína er ekki fyrir hendi þá er það rauð strik á jörðinni eða rauðir hælar. Leiki vafi á því hvoru megin sláttulínu bolti leikmanns sé, skal það túlkað leikmanninum í hag.

    Varðandi vítasvæðið næst vallarmörkum á 10 braut gildir að ef bolti leikmanns finnst innan vítasvæðis, eða þar er vitað eða nánast öruggt að boltinn hafi stöðvast þar eftir að hafa farið út af vellinum þaðan beint inn í vítasvæðið, má leikmaður gegn einu höggi í víti láta upphaflegaboltann eða annan bolta falla á gangstæðri hlið vítasvæðisins.

    3. Hindranir

    Bönd og staurar/hælar sem notaðir eru á vellinum til að stýra umferð, jarðfastir steinar á almenna svæðinu, þar sem gras er slegið í brautarhæð eða neðar, fjarlægðarmerkingar/-hælar og gervigras á vellinum eru óhreyfanlegar hindranir og skal taka lausn frá þeim skv. reglu 16.1. Rauðir og bláir hælar eru hreyfanlegar hindranir en þá skal setja aftur á sinn stað séu þeir fjarlægðir á meðan högg er leikið.

    4. Bætt lega

    Þegar bolti leikmanns liggur innan almenna svæðisins og þar sem gras er slegið í brautarhæð eða neðar má leikmaður taka vítalausa lausn einu sinni áður en högg er slegið með því að leggja upphaflega boltann eða annan bolta innan einnar kylfulengdar frá þeim stað sem hann stöðvaðist upphaflega á.

    Víti fyrir brot á staðarreglu: Almennt víti.





Víti fyrir brot á staðarreglu: Almennt víti (Höggleikur - tvö högg, Holukeppni – holutap)

Að öðru leyti skal leika eftir reglum “Rules of golf as approved by R&A Rules Limited and The United states Golf Association”