ALMENN GOLFKENNSLA

Golfkennsla fyrir alla

Til þess að auka ánægju sína af því að leika golf er besta leiðin að fara í golfkennslu og fá leiðbeiningar hjá sérfróðum golfkennurum. Golfkennarinn getur hjálpað með sveifluna sjálfa en auk þess leiðbeint hvernig á að bera sig að á vellinum o. s. frv.


Mikill metnaður er settur í golfkennslu fyrir félagsmenn GM og er markmiðið að bjóða félagsmönnum upp á góða og fjölbreytta golfkennslu í formi golfæfinga fyrir félagsmenn, byrjendanámskeiða, þemanámskeiða og einkatíma.


Einkatímar hjá golfkennurum GM

Golfkennarar GM bjóða upp á einkatíma.

Hægt er að panta tíma í pörum eða jafnvel fleiri saman.

Allar upplýsingar um golfkennara GM eru hérna fyrir neðan og eru tímarnir bókaðir á Noona.

Hægt er að sækja Noona appið í símann hér:

iPhone (App Store) Android (Play Store)

Einnig er hægt að bóka einkatíma í gegnum Noona á noona.is/golfmos

eða í gegnumt takkann hér fyrir neðan

Golfæfingar félagsmanna

Nýjung hjá GM!

Boðið er upp á golfæfingar fyrir félagsmenn GM og vini þeirra í áskriftarfyrirkomulagi. Áskrift af golfæfingum kostar 14.900 kr. / mánuði og gefur ótakmarkaðan aðgang af golfæfingum félagsmanna. Hægt er að hefja áskrift hvenær sem er og endurnýjast hún mánuði seinna nema henni sé sagt upp fyrir þann tíma.

Tímarnir

Þriðjudagar: 12:00 Vippkennsla & 19:00 Grunnatriði sveiflunnar

Miðvikudagar: 12:00 Sláttur og drævkennsla & 13:00 Vippkennsla

Föstudagar: 8:00 Árangur & Hæfni

Enginn uppsagnafrestur er en mikilvægt er að segja upp áskrift fyrir endurnýjun eða mánuði eftir að áskrift hófst.


Hægt er að skrá sig í tíma allt að 2 vikum fyrirfram og í síðasta lagi klukkutíma fyrir æfingu. Lágmarksfjöldi á hverja æfingu er 2 en hámarksfjöldi 6.


Nauðsynlegt er að bóka sig í hvern tíma í Abler appinu.

Byrjenda- og grunnnámskeið í golfi

Nokkur grunnnámskeið í golfi verða í boði hjá GM sumarið 2025. Námskeiðin henta þeim sem eru að byrja í golfi en einnig þeim sem vilja fara yfir grunnatriðin í slætti, púttum og vippum.

Fyrsta grunnnámskeiðið hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar hefst 4. júní. 


Farið verður í pútt, vipp, slátt & trékylfur og mun námskeiðið fara fram við æfingasvæðið á Hlíðavelli.

Námskeiðið er 4 skipti og eru þetta fjórir miðvikudagar.


Fyrsti hópur er kl. 18:00 - 19.00
Annar hópur er kl. 19:00 - 20:00


4. júní
11. júní
18. júní
25. júní


Nýliðaæfingar 2025

Sérstakar æfingar fyrir félagsmenn GM sem eru að stíga sín fyrstu skref í golfi.


Æfingarnar eru kylfingum að kostnaðarlausu og fara fram alla miðvikudaga í júní og júlí milli 20:00 - 21:00.


Mætinga á æfingarnar er við boltavél á æfingasvæði og er Victor Viktorsson PGA golfkennari með tímana.

Golfkennarar GM

Hægt er að bóka tíma hjá golfkennurum GM beint í gegnum Noona en allar upplýsingar um þá má finna hérna ofar á síðunni.

Eftir Ágúst Jensson 24. apríl 2025
Ágætu GM félagar. Gleðilegt sumar :) Það er gaman að geta sagt frá því í tilefni sumardagsins fyrsta að við ætlum að opna Hlíðavöll og Bakkakot á næstu dögum. Næstkomandi sunnudag 27. apríl verður hinn árlegi vinnudagur á Hlíðavelli og ætlum við að hefjast handa kl. 10:00. Við hvetjum sem flest ykkar til þess að mæta og hjálpa okkur að standsetja völlinn fyrir opnun. Það hefur verið frábær mæting undanfarin ár og við vonum að svo verði einnig í ár. Að loknum vinnudegi eða upp úr kl. 13:30 fá svo þau ykkar sem tóku þátt í honum forskot á sæluna og við ræsum út af öllum teigum eftir léttan hádegisverð. Hlíðavöllur opnar svo formlega mánudaginn 28. apríl. Bakkakotið opnar fimmtudaginn 1. maí og hlökkum við til að taka á móti öllum okkar kylfingum. Við vitum að þið eruð orðin spennt að komast út á golfvöll :) Við opnum fyrir rástímaskráningu á morgun föstudag kl. 14:00. Til að byrja með ætlum við að hafa rástímaskráninguna þannig að á virkum dögum spilast Hlíðavöllur sem tveir 9 holur vellir en um helgar verður hann 18 holur. Það er því þannig ( líkt og er ávallt hjá okkur á haustin) að ef þið ætlið að spila 18 holur á virkum degi þá þurfið þið að bóka ykkur á bæði fyrri og seinni 9. Er þetta gert þar sem reynslan hefur sýnt okkur að margir kylfingar spila bara 9 holur svona í byrjun sumars og því getum við bæði komið fleirum að og einnig dreifist umferðin betur á báðar lykkjurnar. Við vonum að þið takið vel í þetta hjá okkur. Við stefnum á að hafa fyrirkomulagið svona fyrstu 2 - 4 vikurnar. VIð viljum sjá hvernig þetta gengur hjá okkur og yrðum ykkur þakklát fyrir að láta okkur vita hvort þið séuð sátt við þetta fyrirkomulag eða ekki :) Til að byrja með verður okkar vellir eingöngu opnir fyrir meðlimi Golfklúbbs Mosfellsbæjar. Hlökkum til að sjá ykkur á sunnudaginn :)
Eftir Ágúst Jensson 15. apríl 2025
Æfingasvæðið á Hlíðavelli opnar á morgun miðvikudaginn 16. apríl kl. 15:00. Svæðið hefur þornað umtalsvert undanfarna daga og við ætlum því að opna það. Það er verið að vinna í því núna, koma mottunum út á svæðið, yfirfara boltavélina og ýmislegt fleira. Við munum einnig opna inn á æfingaflatirnar tvær sem þar eru. Til að byrja með (eða þar til að við opnum Hlíðavöll) verður boltavélin opin frá kl. 09:00 til 21:00. Yfir páskana verður opnunin þó með öðruvísi sniði eða sem hér segir. Fimmtudagur (skírdagur) 12:00 - 19:00 Föstudagurinn langi 12:00 - 18:00 Laugardagur 10:00 - 18:00 Sunnudagur (páskadagur) 12:00 - 18:00 Mánudagur (annar í páskum) 12:00 - 20:00 Golfhermarnir okkar eru að sjálfsöðu ennþá opnir og verður venjulegur opnunartími yfir páskana að því undanskildu að lokað er á Föstudaginn langa sem og á pásksdag.
Eftir Ágúst Jensson 1. apríl 2025
Veðrið hefur verið okkur ansi hliðhollt undanfarna daga. Nokkuð er síðan að borið var á flatir og þær sandaðar. Nú í dag var svo farið af stað og byrjað að slá flatirnar á Hlíðavelli. Það er ekki oft sem við förum svona snemma af stað með sláttinn þannig að þetta er bara spennandi :)
Eftir Ágúst Jensson 6. mars 2025
Kæru félagar GM 65+ SNILLINGAR GANGA SANNARLEGA INN Í NÝTT GOLFÁR MEÐ FÖGNUÐ Í HJARTA.
Eftir Ágúst Jensson 3. mars 2025
Á laugardaginn fór fram frumraun Golfsixes hér á landi og var það haldið sem innanfélagsmót á neðri hæð Kletts í golfhermaaðstöðu okkar. Golfsixes er golfmót fyrir byrjendur og þá sem eru að hefja keppnisferilinn sinn og er það á vegum R&A.
Eftir Ágúst Jensson 25. febrúar 2025
Við minnum á að ganga þarf frá greiðslu árgjalda í GM fyrir 28. febrúar næstkomandi.
Eftir Ágúst Jensson 10. febrúar 2025
Landsliðshópur Golfsambands Íslands var um helgina í æfingabúðum og tóku þau meðan annars golfæfingu í Fellinu í Varmá líkt og síðustu vetra. Yfir vetrartímabilið eru nokkrar landsliðshelgar þar sem er prógram fyrir kylfingana í formi mælinga, æfinga, fyrirlestra og fleira. Ólafur Loftsson landsliðsþjálfari sér um að skipuleggja þessar helgar en einnig er farið í eina æfingaferð á ári hverju þar sem þjálfarar koma með og var farið til Spánar í ár á La Finca.
7. febrúar 2025
Birkir Már Birgisson er nýr vallastjóri Hlíðavallar og mun hann hefja störf þann 1. apríl næstkomandi.
7. febrúar 2025
Felix Starke sem hefur verið hjá okkur undanfarin fimm ár hefur ákveðið að flytja aftur heim til Þýskalands.
30. janúar 2025
Pétur Valgarðsson golfkennaranemi býður nú upp á golfkennslu í Golfklúbbi Mosfellsbæjar og er hægt að bóka tíma á Noona.