Æfingasvæðið á Hlíðavelli opnar

Æfingasvæðið á Hlíðavelli opnar á morgun miðvikudaginn 16. apríl kl. 15:00.
Svæðið hefur þornað umtalsvert undanfarna daga og við ætlum því að opna það.
Það er verið að vinna í því núna, koma mottunum út á svæðið, yfirfara boltavélina og ýmislegt fleira. Við munum einnig opna inn á æfingaflatirnar tvær sem þar eru.
Til að byrja með (eða þar til að við opnum Hlíðavöll) verður boltavélin opin frá kl. 09:00 til 21:00.
Yfir páskana verður opnunin þó með öðruvísi sniði eða sem hér segir.
Fimmtudagur (skírdagur) 12:00 - 19:00
Föstudagurinn langi 12:00 - 18:00
Laugardagur 10:00 - 18:00
Sunnudagur (páskadagur) 12:00 - 18:00
Mánudagur (annar í páskum) 12:00 - 20:00
Golfhermarnir okkar eru að sjálfsöðu ennþá opnir og verður venjulegur opnunartími yfir páskana að því undanskildu að lokað er á Föstudaginn langa sem og á pásksdag.