Vorverk á okkar golfvöllum
Ágúst Jensson • 1. apríl 2025

Veðrið hefur verið okkur ansi hliðhollt undanfarna daga. Nokkuð er síðan að borið var á flatir og þær sandaðar. Nú í dag var svo farið af stað og byrjað að slá flatirnar á Hlíðavelli. Það er ekki oft sem við förum svona snemma af stað með sláttinn þannig að þetta er bara spennandi :)
Ef fram fer sem horfir og veðrið verður okkur áfram hliðhollt erum við að horfa á opnun uppúr 20 apríl, líkt og Bjarni vallastjóri kom inn á í síðustu viku.
Á næstu dögum verður svo farið í aðra áburðargjöf og við ættum að sjá mikinn mun á okkar völlum á næstu 7 - 10 dögum gangi veðurspáin eftir :)
Svo það sé tekið sérstaklega fram hér að þá er þetta er ekki 1. aprílgabb. Bara svo það sé á hreinu :)