Mosfellsbær, Ísland
Staðan á völlunum

Hópar og rástímar:

Sé rástímaskráning virk er kylfingum skylt að skrá sig á rástíma. Kylfingum er einnig skylt að hafa samband við afgreiðslu áður en haldið er út á vellina.

Skemmtilegasti golfklúbbur landsins!

Golfklúbbur Mosfellsbæjar er eins og nafnið gefur til kynna staðsettur í Mosfellsbæ og skartar klúbburinn tveimur vallarsvæðum. Hlíðavöllur er við ströndina í Mosfellsbæ og Bakkakot í gróðursæld Mosfellsdals. Okkur þykir afar vænt um vellina okkar enda yndislegir þó ólíkir séu.

Félagsstarfið er öflugt og skemmtilegt og má þar nefna glæsilega holukeppni, liðakeppni í golfi, stigalista og sérstaka mótaröð félagsmanna. Auðvitað er síðan meistaramótið einstakt. Börn, unglingar og afreksstarf er okkur mjög hugleikin og nú hefur glæsilega íþróttamiðstöðin Klettur verið tekin í notkun sem í framtíðinni mun þjóna kylfingum allt árið í kring.