TITLEIST HOLUKEPPNIn
TITLEIST holukeppnin

Meistaramót GM í holukeppni, TITLEIST holukeppnin, er eitt skemmtilegasta mót ársins.
Mjög einfalt að taka þátt, þú einfaldlega skráir þig til leiks. Eftir að skráningarfresti líkur þá er dregið um það hvaða kylfingar mætast í fyrstu umferð. Keppt er í karla og kvennaflokki.
- Leikið er með forgjöf - hámarks vallarforgjöf er 36
- Heimilt að leika á báðum vallasvæðum. (Komi leikmenn sér ekki saman um hvar skal leikið, er leikið á Hlíðavelli).
- Konur leika á rauðum teigum og karlar leika á gulum teigum.
Titleist holukeppnin 2025
Skráning í mótið fer fram á GolfBox og greiðist mótsgjald við skráningu. Kylfingar skrá sig sjálfir á rástíma í gegnum GolfBox.
Kylfingar leika sín á milli með fullri forgjöf en hámarks vallarforgjöf gefin er eins og fyrr sagði 36.
Dæmi: Kylfingur A er með 7 í vallarforgjöf og kylfingur B með 24 í vallarforgjöf.
Þá er mismunurinn 17 (Kylfingur B fær þá 1 högg í forgjöf á 17 erfiðustu holurnar).
Leikvikur Titleist holukeppninnar 2025
- 128 manna úrslit (ef þarf) 19. maí - 9. júní
- 64 manna úrslit: Umferð lokið 29. júní
- 32 manna úrslit: Umferð lokið 20. júlí
- 16 manna úrslit: Umferð lokið 4. ágúst
- 8 manna úrslit: Umferð lokið 17. ágúst
- Undanúrslit: Umferð lokið 24. ágúst
- Úrslitaleikir: Lokið 31. ágúst
Ef keppendur mæta ekki til leiks þá eru úrslit fengin með hlutkesti. Ef annar keppandinn mætir þá sigrar hann
leikinn 5/4.



