Auður, Ásgeir, Eríka & Sara María Íslandsmeistarar í höggleik unglinga 2024

Golfklúbbur Mosfellsbæjar • 19. ágúst 2024

Kylfingar GM lönduðu fjórum Íslandsmeistaratitlum um helgina en Íslandsmót unglinga í höggleik fór fram á þremur keppnisdögum. Keppt var á Nesvellinum í flokkum 14 ára og yngri og á Hlíðavelli í flokkum 15-18 ára. Kylfingar úr GM stóðu sig vel og báru sig einnig vel á völlunum.

Í flokki 12 ára og yngri drengja varð Ásgeir Páll Baldursson Íslandsmeistari en hann lék hringina á 40-41-38 í krefjandi aðstæðum á Nesvelli. Óskar Jóhann Sigurðsson var í 3. sæti og Emil Darri Birgisson í 10. sæti.

Í flokki 12 ára og yngri stúlkna sigraði Eiríka Malaika Stefánsdóttir en hún lék á 42-48-47 höggum á Nesvellinum. Elva Rún Rafnsdóttir var í 5. sæti og Edda María Hjaltadóttir í 9. sæti.

Í flokki 13-14 ára stúlkna varð Sara María Guðmundsdóttir Íslandsmeistari en hún lék hringina á 81-78-80 höggum.

Í flokki 15-16 ára drengja var mikil spenna og varð Kristján Karl Guðjónsson í öðru sæti eftir bráðabana en hann lék hringina á 73-69-74 höggum. Í fjórða sæti var Hjalti Kristján Hjaltason.

Í flokki 15-16 ára stúlkna var Pamela Ósk Hjaltadóttir í 4. sæti

Í flokki 17-18 ára stúlkna endaði Auður Bergrún Snorradóttir í 1. sæti en hún lék hringina á 71-72-76. Jafnar í öðru sæti voru Eva Kristinsdóttir og Heiða Rakel Rafnsdóttir, Gabríella Neema Stefánsdóttir var í 6. sæti.

Við óskum okkar kylfingum til hamingju með góðan árangur í Íslandsmóti Unglinga í höggleik en næstu helgi er keppt í Íslandsmóti Unglinga í holukeppni í Sandgerði.