VITAgolf mótaröðin

VITAgolf mótaröðin

VITAgolf mótaröðin 2025 fer af stað mánudaginn 2. júní.


Allir félagar í GM hafa þátttökurétt og er fyrirkomulagið þannig að hægt er að spila í mótaröðinni alla mánudaga eða þriðjudaga í sumar til loka ágústsmánaðar, samtals 12 skipti (að einni viku undanskildri 30 júní. og 1. júlí). Leikið er á Hlíðavelli.


Kylfingar tilkynna sig til leiks í golfbúðinni hjá okkur og greiða þáttökugjald sem er aðeins 1.000 krónur per hring.

Það eru svo fimm bestu hringir sumarsins sem telja hjá viðkomandi kylfing. Síðasti hringur sem leikinn er dagana 25/26 ágúst gildir tvöfalt. Kylfingar þurfa því að spila að lágmarki 4 hringi til þess að vera gjaldgengir í mótið.


Einungis er heimilt að skila inn skori annan daginn í viðkomandi viku, þ.e. annaðhvortmánudag eða þriðjudag.



Eftir að kylfingur tilkynnir sig til leiks ber honum að ljúka leik og skila inn skori á þeim degi.


Ekki er heimilt að taka þátt í öðru móti en þessu þegar leikið er.


Keppt er í tveimur flokkum í punktakeppni, flokki karla og flokki kvenna og er hámarksforgjöf gefin 36 í báðum flokkum.

Kylfingar ráða því af hvaða teigum þeir leika hverju sinni. Heimilt er að spila á hvaða teigum sem er og miðast forgjöf við það.


Verðlaunin í VITAgolf mótaröðinni eru stórglæsilegt, þeir kylfingar sem spila best í hvorum flokki fyrir sig fá í verðlaun sæti í golfferð GM sem farin verður 2026.


Eftir Dagur Ebenezersson 17. nóvember 2025
Birna, Auður og Eva semja við háskóla í Bandaríkjunum
Eftir Dagur Ebenezersson 17. nóvember 2025
Írunn í stjórn GSÍ
Eftir Ágúst Jensson 14. nóvember 2025
Aðalfundur Golfklúbbs Mosfellsbæjar.
Eftir Ágúst Jensson 7. nóvember 2025
Framboð til stjórnar GM
Eftir Dagur Ebenezersson 3. nóvember 2025
Nick klárar flott fyrsta tímabil á áskorendamótaröðinni
Eftir Dagur Ebenezersson 21. október 2025
Berglind Erla í 4. sæti í háskólamóti með Keiser
Eftir Ágúst Jensson 20. október 2025
Hlíðavöllur lokar.
Eftir Dagur Ebenezersson 17. október 2025
Umferð á Hlíðavelli nú einungis fyrir félagsmenn
Eftir Dagur Ebenezersson 15. október 2025
Uppskeruhátíð barna- og unglinga 2025
Eftir Ágúst Jensson 7. október 2025
Golfsumarkveðja frá GM konum