ALMENN GOLFKENNSLA

Golfkennsla fyrir alla

Til þess að auka ánægju sína af því að leika golf er besta leiðin að fara í golfkennslu og fá leiðbeiningar hjá sérfróðum golfkennurum. Golfkennarinn getur hjálpað með sveifluna sjálfa en auk þess leiðbeint hvernig á að bera sig að á vellinum o. s. frv.


Mikill metnaður er settur í golfkennslu fyrir félagsmenn GM og er markmiðið að bjóða félagsmönnum upp á góða og fjölbreytta golfkennslu í formi golfæfinga fyrir félagsmenn, byrjendanámskeiða, þemanámskeiða og einkatíma.


Einkatímar hjá golfkennurum GM

Golfkennarar GM bjóða upp á einkatíma.

Hægt er að panta tíma í pörum eða jafnvel fleiri saman.

Allar upplýsingar um golfkennara GM eru hérna fyrir neðan og eru tímarnir bókaðir á Noona.

Hægt er að sækja Noona appið í símann hér:

iPhone (App Store) Android (Play Store)

Einnig er hægt að bóka einkatíma í gegnum Noona á noona.is/golfmos

eða í gegnumt takkann hér fyrir neðan

Golfæfingar félagsmanna (Í pásu yfir sumarið)

Boðið er upp á golfæfingar fyrir félagsmenn GM og vini þeirra í áskriftarfyrirkomulagi. Áskrift af golfæfingum kostar 14.900 kr. / mánuði og gefur ótakmarkaðan aðgang af golfæfingum félagsmanna. Hægt er að hefja áskrift hvenær sem er og endurnýjast hún mánuði seinna nema henni sé sagt upp fyrir þann tíma.

Tímarnir

Þriðjudagar: 12:00 Vippkennsla & 19:00 Grunnatriði sveiflunnar

Miðvikudagar: 12:00 Sláttur og drævkennsla & 13:00 Vippkennsla

Föstudagar: 8:00 Árangur & Hæfni

Enginn uppsagnafrestur er en mikilvægt er að segja upp áskrift fyrir endurnýjun eða mánuði eftir að áskrift hófst.


Hægt er að skrá sig í tíma allt að 2 vikum fyrirfram og í síðasta lagi klukkutíma fyrir æfingu. Lágmarksfjöldi á hverja æfingu er 2 en hámarksfjöldi 6.


Nauðsynlegt er að bóka sig í hvern tíma í Abler appinu.

Golfæfingar félagsmanna (Í pásu yfir sumarið)

Byrjenda- og grunnnámskeið í golfi

Nokkur grunnnámskeið í golfi verða í boði hjá GM sumarið 2025. Námskeiðin henta þeim sem eru að byrja í golfi en einnig þeim sem vilja fara yfir grunnatriðin í slætti, púttum og vippum.

Fyrsta grunnnámskeiðið hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar hefst 4. júní. 


Farið verður í pútt, vipp, slátt & trékylfur og mun námskeiðið fara fram við æfingasvæðið á Hlíðavelli.


Grunnnámskeið 1

Námskeiðið er 4 skipti og eru þetta fjórir miðvikudagar.


Fyrsti hópur er kl. 18:00 - 19.00
Annar hópur er kl. 19:00 - 20:00


4. júní
11. júní
18. júní
25. júní


Golfkennari námskeiða er Victor Viktorsson. 


Grunnnámskeið 2:

Námskeiðið er 4 skipti og eru þetta fjórir mánudagar.


Fyrsti hópur er kl. 18:00 - 19.00
Annar hópur er kl. 19:00 - 20:00


16. júní
23. júní
30. júní
7. júlí


Golfkennari námskeiða er Katrín Dögg Hilmarsdóttir. 


Grunnnámskeið 3:

Námskeiðið er 4 skipti og eru þetta tveir mánudagar og tveir miðvikudagar - ATH: hefst miðvikudaginn 9. júlí.


Fyrsti hópur er kl. 18:00 - 19.00
Annar hópur er kl. 19:00 - 20:00


9. júlí
14. júlí
16. júlí
21. júlí


Golfkennari námskeiða er Katrín Dögg Hilmarsdóttir. 

Haustnámskeið

Farið verður í pútt, vipp, slátt & trékylfur og mun námskeiðið fara fram við æfingasvæðið á Hlíðavelli. Námskeiðið verður innandyra ef veður er slæmt. 

Námskeiðið er 4 skipti og eru þetta tveir þriðjudagar og tveir fimmtudagar.


Fyrsti hópur er kl. 11:00 - 11.50
Annar hópur er kl. 12:00 - 12:50


30. sept
2. október
7. október
9. október



Golfkennari námskeiða er Katrín Dögg Hilmarsdóttir. 


Nýliðaæfingar 2025

Sérstakar æfingar fyrir félagsmenn GM sem eru að stíga sín fyrstu skref í golfi.


Æfingarnar eru kylfingum að kostnaðarlausu og fara fram alla miðvikudaga í júní og júlí milli 20:00 - 21:00.


Mætinga á æfingarnar er við boltavél á æfingasvæði og er Victor Viktorsson PGA golfkennari með tímana.

Golfkennarar GM

Hægt er að bóka tíma hjá golfkennurum GM beint í gegnum Noona en allar upplýsingar um þá má finna hérna ofar á síðunni.

Eftir Dagur Ebenezersson 22. september 2025
Eva og Pamela flottar á HM stúlkna
Eftir Dagur Ebenezersson 19. september 2025
Hjalti Kristján vann Titleist Unglingaeinvígið 2025
Eftir Dagur Ebenezersson 9. september 2025
Írunn flottur fulltrúi Íslands á EM klúbba
Eftir Dagur Ebenezersson 8. september 2025
Emil Darri og Eva sigurvegarar í N1 unglingamótinu
Eftir Ágúst Jensson 4. september 2025
Úrslit í innanfélagsmótaröðum Golfklúbbs Mosfellsbæjar
Eftir Ágúst Jensson 1. september 2025
Bændaglíma Golfklúbbs Mosfellsbæjar 2025
Eftir Dagur Ebenezersson 24. ágúst 2025
Kvennasveit 50+ unnu aðra deildina - leika í fyrstu deild að ári
Eftir Dagur Ebenezersson 18. ágúst 2025
Eiríka Íslandsmeistari í höggleik unglinga
Eftir Dagur Ebenezersson 15. ágúst 2025
Eva góð á Girls Amateur
Eftir Dagur Ebenezersson 15. ágúst 2025
Úrslit úr sveitakeppni LEK 65+