GJALDSKRÁ OG FÉLAGSGJÖLD

Gjaldskrá 2025

Vallargjöld - Hlíðavöllur

Vallargjald 13.900 kr
Vallargjald GSÍ félagar 9.900 kr
Vallargjald með GM félaga* 6.300 kr
Börn undir 18 ára 4.000 kr

* gildir fyrir kl. 15 á virkum dögum og eftir kl 14 um helgar (hámark 3 gestir)

Vallargjöld - Bakkakot

Vallargjald - 9 holur 4.500 kr
Vallargjald - 18 holur 6.750 kr
Vallargjald - Auka 9 holur 2.300 kr
9 holur með GM félaga* 3.000 kr
18 holur með GM félaga* 4.000 kr
Börn undir 18 ára 2.000 kr

* gildir fyrir kl. 15 á virkum dögum og eftir kl 14 um helgar (hámark 3 gestir)

Vinsamlegast athugið að vinavallagjald gildir aðeins þegar kylfingur leikur golf á eigin vegum á okkar völlum en ekki ef kylfingur
er hluti af hóp sem nýtur sérstaks afsláttar af vallargjaldi sem heild.

Vinavallaréttur og afsláttur hans felst í því að viðkomandi skrái sig sjálfur/ir í rástíma skv. bókun á GolfBox.

Kylfingur hefur 2 daga heimild til skráningar fyrir leikdag eða minna.

Æfingasvæði Hlíðavallar

1 boltakarfa 400 kr
Árskort 32.900 kr

Golfbílar*

1 hringur 7.000 kr
5 hringja klippikort 28.000 kr
Sumarkort 88.000 kr
Hjónasumarkort 107.900 kr

*einungis í boði á Hlíðavelli

Búnaður

Golfsett - Hlíðavelli 6.000 kr
Golfsett - Bakkakoti 3.000 kr
Rafmagnsgolfkerra* 4.000 kr

*einungis í boði á Hlíðavelli

Félagsgjöld 2025

Golflúbbur Mosfellsbæjar býður upp á þrjár mismunandi leiðir í félagsaðild.

Þær fela allar í sér aðild að GM og þá heimild til þátttöku í öllum innanfélagsmótum ásamt skráningu inn á golfbox.

Smelltu hér til þess að komast inn á skráningarsíðu Abler Abler - innskráning

* Boltar á útiæfingasvæði á Hlíðavelli að andvirði 32.900 kr eru innifaldir í félagsgjöldum.

Í aukaaðild eru 1.500 boltar innifaldir í árgjaldinu.

Félagsaðild með fullri leikheimild 160.000 kr Heimild til að leika á báðum vallarsvæðum GM
Félagsaðild með hálfri leikheimild 116.000 kr Heimild til leiks í Bakkakoti
70 ára og eldri (Full leikheimild)** 123.000 kr Heimild til að leika á báðum vallarsvæðum GM
70 ára og eldri (Hálf leikheimild)** 90.000 kr Heimild til leiks í Bakkakoti
Ungmenni 12 ára og yngri** 32.000 kr Heimild til leiks á báðum vallarsvæðum GM
Ungmenni 13 - 20 ára** 40.000 kr Heimild til leiks á báðum vallarsvæðum GM
Ungmenni 21 - 29 ára** 85.000 kr Heimild til leiks á báðum vallarsvæðum GM

Innheimta félagsgjalda


Greiðsluseðlar/krafa er send til félaga í desember. Þeir sem þess óska geta greitt árgjöld sín með greiðslukorti og/eða greiðsluseðlum geta dreift greiðslum á 2 – 11 skipti og er það gert í gegnum sportabler. Síðasta greiðsla fer fram eigi síðar en 31. október. Athugið að 2% álag kemur ofan á árgjöld sem greidd eru með kreditkorti og bankakostnaður er 390 krónur sem leggst á hvern greiðsluseðil sem sendur er í banka. Félagsgjaldið miðast ávallt við almanaksárið.

Þau ykkar sem ekkert gera fá fjóra greiðsluseðla í heimabanka með fyrstja gjalddaga í byrjun janúar. Ef greiðslum er breytt eftir það leggst 390 króna breytingargjald ofan á árgjaldið.


Nýliðagjald fyrir maka gm


Nýliðagjald fyrir maka GM félaga. 50% afsláttur af fullu árgjaldi, 80.0000 krónur. Veitir heimild til að leika á báðum vallarsvæðum GM. ( Nýliðagjaldið gildir bara á fyrsta ári og má viðkomandi ekki hafa verið í golfklúbb áður)

** Miðað er við fæðingarár.

Þeir sem vilja nýta sér afslætti vegna örorku, skulu nefna það við inngöngu í klúbbinn og framvísa staðfestingu til klúbbsins vegna þessa frá Tryggingastofnun Íslands. Aldursmörk miðast annars við fæðingarár og árið 2025. Mælst er til að byrjendur í golfi sem ekki hafa fengið skráða forgjöf fari á nýliðanámskeið hjá golfkennara.


Veikindi eða meiðsli félagsmanna


Ef félagsmaður slasast eða veikist eftir að golftímabilið hefst endurgreiðir Golfklúbbur Mosfellsbæjar félagsgjöld sbr. neðangreint:

Berist tilkynning fyrir 1. júní = 75% endurgreiðsla

Berist tilkynning fyrir 1. júlí = 50% endurgreiðsla
Berist tilkynning fyrir 15. ágúst = 25% endurgreiðsla
Berist tilkynning eftir 15. ágúst ár hvert er engin endurgreiðsla á félagsgjöldum

Einnig er hægt að fá að flytja árgjaldið yfir á árgjald næsta árs. (Greiða þarf mismun ef hækkun er á milli ára á árgjöldum)


Úrsagnir


Ákveði félagsmaður að segja sig úr klúbbnum skal úrsögn berast skrifstofu klúbbsins fyrir 28 febrúar ár hvert. Sé félagsmaður ekki búinn að ganga frá greiðslu árgjalda fyrir þann tíma verður viðkomandi afskráður. Berist úrsögn eftir þann tíma fást félagsgjöld ekki endurgreidd nema gegn framvísun læknisvottorðs.


Fjölskyldugjald


Þegar að báðir foreldrar barna 18 ára og yngri eru meðlimir í GM þá þurfa þeirra börn ekki að borga neitt árgjald.
Þetta á einnig við einstæða foreldra sem eru einu fyrirvinnur heimilisins.


Eftir Dagur Ebenezersson 19. maí 2025
Berglind Erla sigraði á fyrsta vormóti sumarsins
Eftir Ágúst Jensson 15. maí 2025
Skráning í VIKING deildina og Titleistl holukeppnina.
Eftir Ágúst Jensson 24. apríl 2025
Ágætu GM félagar. Gleðilegt sumar :) Það er gaman að geta sagt frá því í tilefni sumardagsins fyrsta að við ætlum að opna Hlíðavöll og Bakkakot á næstu dögum. Næstkomandi sunnudag 27. apríl verður hinn árlegi vinnudagur á Hlíðavelli og ætlum við að hefjast handa kl. 10:00. Við hvetjum sem flest ykkar til þess að mæta og hjálpa okkur að standsetja völlinn fyrir opnun. Það hefur verið frábær mæting undanfarin ár og við vonum að svo verði einnig í ár. Að loknum vinnudegi eða upp úr kl. 13:30 fá svo þau ykkar sem tóku þátt í honum forskot á sæluna og við ræsum út af öllum teigum eftir léttan hádegisverð. Hlíðavöllur opnar svo formlega mánudaginn 28. apríl. Bakkakotið opnar fimmtudaginn 1. maí og hlökkum við til að taka á móti öllum okkar kylfingum. Við vitum að þið eruð orðin spennt að komast út á golfvöll :) Við opnum fyrir rástímaskráningu á morgun föstudag kl. 14:00. Til að byrja með ætlum við að hafa rástímaskráninguna þannig að á virkum dögum spilast Hlíðavöllur sem tveir 9 holur vellir en um helgar verður hann 18 holur. Það er því þannig ( líkt og er ávallt hjá okkur á haustin) að ef þið ætlið að spila 18 holur á virkum degi þá þurfið þið að bóka ykkur á bæði fyrri og seinni 9. Er þetta gert þar sem reynslan hefur sýnt okkur að margir kylfingar spila bara 9 holur svona í byrjun sumars og því getum við bæði komið fleirum að og einnig dreifist umferðin betur á báðar lykkjurnar. Við vonum að þið takið vel í þetta hjá okkur. Við stefnum á að hafa fyrirkomulagið svona fyrstu 2 - 4 vikurnar. VIð viljum sjá hvernig þetta gengur hjá okkur og yrðum ykkur þakklát fyrir að láta okkur vita hvort þið séuð sátt við þetta fyrirkomulag eða ekki :) Til að byrja með verður okkar vellir eingöngu opnir fyrir meðlimi Golfklúbbs Mosfellsbæjar. Hlökkum til að sjá ykkur á sunnudaginn :)
Eftir Ágúst Jensson 1. apríl 2025
Veðrið hefur verið okkur ansi hliðhollt undanfarna daga. Nokkuð er síðan að borið var á flatir og þær sandaðar. Nú í dag var svo farið af stað og byrjað að slá flatirnar á Hlíðavelli. Það er ekki oft sem við förum svona snemma af stað með sláttinn þannig að þetta er bara spennandi :)
Eftir Ágúst Jensson 6. mars 2025
Kæru félagar GM 65+ SNILLINGAR GANGA SANNARLEGA INN Í NÝTT GOLFÁR MEÐ FÖGNUÐ Í HJARTA.
Eftir Ágúst Jensson 3. mars 2025
Á laugardaginn fór fram frumraun Golfsixes hér á landi og var það haldið sem innanfélagsmót á neðri hæð Kletts í golfhermaaðstöðu okkar. Golfsixes er golfmót fyrir byrjendur og þá sem eru að hefja keppnisferilinn sinn og er það á vegum R&A.
Eftir Ágúst Jensson 25. febrúar 2025
Við minnum á að ganga þarf frá greiðslu árgjalda í GM fyrir 28. febrúar næstkomandi.
Eftir Ágúst Jensson 10. febrúar 2025
Landsliðshópur Golfsambands Íslands var um helgina í æfingabúðum og tóku þau meðan annars golfæfingu í Fellinu í Varmá líkt og síðustu vetra. Yfir vetrartímabilið eru nokkrar landsliðshelgar þar sem er prógram fyrir kylfingana í formi mælinga, æfinga, fyrirlestra og fleira. Ólafur Loftsson landsliðsþjálfari sér um að skipuleggja þessar helgar en einnig er farið í eina æfingaferð á ári hverju þar sem þjálfarar koma með og var farið til Spánar í ár á La Finca.
7. febrúar 2025
Birkir Már Birgisson er nýr vallastjóri Hlíðavallar og mun hann hefja störf þann 1. apríl næstkomandi.
7. febrúar 2025
Felix Starke sem hefur verið hjá okkur undanfarin fimm ár hefur ákveðið að flytja aftur heim til Þýskalands.