STARF ELDRI KYLFINGA

50 ÁRA OG ELDRI

Golfklúbbur Mosfellsbæjar heldur úti afreksstarfi fyrir eldri kylfinga klúbbsins. Aðgang að golfæfingum á veturnar hafa þeir eldri kylfingar sem hafa náð eftirfarandi forgjafarviðmiðum sem og 50 ára aldri
(fæðingarár gildir - 1975 og fyrr).


Konur: Forgjöf 18.0 og lægra
Karlar: Forgjöf 9.0 og lægra

Allir kylfingar sem taka þátt í afreksstarfi eldri kylfinga gefa með því kost á sér í keppnissveitir GM í Íslandsmóti golfklúbba í flokki eldri kylfinga.

Golfæfingar eru haldnar alla föstudaga í janúar, febrúar, mars og apríl kl 15:00 í Kletti.


Til að skrá sig á æfingar þarf að standast viðmiðin hér fyrir ofan og senda tölvupóst með nafni og kennitölu á íþróttastjóra GM (dagur@golfmos.is).

Æfingagjald fyrir tímabilið er 20.000 kr.

Val í keppnissveitir 50+ 2025

Í karlasveit eru 8 kylfingar og 1 varamaður og í kvennasveitinni eru 6 keppendur sem munu leika undir merki GM í Íslandsmóti golfklúbba í flokki kylfinga 50+ í ár.

Í karlaflokki eru 6 kylfingar komast sjálfkrafa inn af meðalskori og 2 kylfingar og 1 varamaður eru valdir af öldunganefnd, þjálfara og íþróttastjóra. Í kvennaflokki eru 6 kylfingar sem spila sig inn af meðalskori.


Leikið er um 6 sæti hjá kk og kvk (án forgjafar):

2-7 bestu hringir í LEK / GSÍ / Úrtökumótum GM

0-5 bestu hringir í GM

  • Meistaramót - 3 bestu 18 holu skorin af 72 holum
  • VITA mótaröð - 0 eða 3 bestu 18-holu skorin (fer eftir flokki í meistaramóti)

Bestu 7 hringir gilda. Kylfingar þurfa að lágmark að leika 7 hringi í mótum til að vera gjaldgengir í sveitir.

Efstu 2 kylfingar í hvoru kyni í flokki 50+ í Meistaramóti GM fá sjálfkrafa pláss í sveit GM 2025.


10. ágúst er síðasta viðmiðunarmót og því lokadagsetning.

Ef val stendur á milli tveggja eða þriggja kylfinga má liðsstjóri bjóða til umspils um sætin.

Reiknaður er skormismunur miðað við par vallar fyrir hvern teljandi hring.


Leiki kvenkylfingur af meistaraflokksteigum (bláum/gulum) dragast 3 högg frá heildarskori.

Leiki karlkylfingur af meistaraflokksteigum (hvítum/svörtum) dragast 2 högg frá heildarskori.

65 ára og eldri

Öflugt 65+ starf í GM


Á vordögum 2022 var skipuð nefnd til þess að halda utan um starf kylfinga í GM sem hafa náð 65 ára aldri.

Með hliðsjón af markmiðum GM býður klúbburinn
65+ hópnum aðgang að aðstöðu félagsins alla miðvikudagsmorgna sumar og vetur.


Við þökkum stjórnendum GM velvild þeirra og stuðning við stofnun GM 65+ hópsins.


Við nýtum að sjálfsögðu dagana okkar vel og höfum miðvikudagsviðburði sumar, vetur, vor og haust.


Markmið GM 65+


1. Efla félagsleg tengsl eldri kylfinga GM

2. Setja fókus á fræðslu og heilsueflandi áhrif golfsins

3. Bæta golftækni miðað við líkamsgetu og aldur


Gildi og leiðarljós GM 65+


1. Virðing

2. Umburðarlyndi

3. Hjálpsemi

4. Húmor og gleði

Sumardagskrá 65+

Sumardagskráin fjallar að sjálfsögðu um samveru, golf og útiveru á miðvikudögum. Við skiptum dögunum upp og höfum breytileika í viðburðadagskránni þannig að allir finni eitthvað við sitt hæfi. Markmiðið er að pláss sé fyrir okkur öll, hvar sem við erum stödd í forgjöf og getu.


Við setjum upp meðal annars miðvikudags sumarmótaröð 65+ á Hlíðavelli og í Bakkakoti, leikdaga í Bakkakoti og vinaferðir á aðra golfvelli. Við hvetjum til samverustunda og spjalls á BLIK sem gefur GM 65+ 20% afslátt af veitingum alla miðvikudaga og einnig frábæra aðstöðu í Bakkakoti.


Vetrarstarf 65+

Þegar kólnar í veðri flytjum við miðvikudags starfsemi GM 65+ inn á neðri hæð klúbbhússins.


Húsið opnar klukkan 08:30 þar sem nefndarmaður tekur á móti 1000 kr. þátttökugjaldi og býður félagsmönnum upp á heitt kaffi og meðlæti.


Vetrardagskráin fylgir eftir markmiðum okkar og býður meðal annars upp á; púttkeppni, púttleiki, golfherma-kennslu, æfingar og keppni, bingó, félagsvist og heimsóknir fagmanna sem flytja fræðsluerindi um efni tengd golfi og heilsu eldri kylfinga.


Formlegri dagskrá lýkur um kl.11:30 og þá tilvalið að hittast á BLIK og nýta GM 65+ 20% afsláttinn.

Golfhermar

GM 65+ hefur aðgang að golfhermum alla miðvikudagsmorgna milli kl. 09:00 og 12:00. Þennan tíma viljum við nýta til golfhermakennslu og æfinga þeirra sem eru að stíga sín fyrstu skref í hermum. Með þessu viljum við hvetja og styðja fleiri 65+ félaga til að nýta sér möguleika hermanna til æfinga.


Þeir sem lengra eru komnir í notkun hermanna geta skráð sig alla virka daga frá kl. 09:00 til 14:00 og greiða þá aðeins 2000 kr. á klukkustund.

Eftir Ágúst Jensson 3. júlí 2025
Meistaramót GM - Úrslit 4. flokkur karla og 50+ flokkarnir
Eftir Ágúst Jensson 1. júlí 2025
65+ Úrslit
Eftir Dagur Ebenezersson 30. júní 2025
Nick í 7. sæti í Frakklandi
Eftir Dagur Ebenezersson 30. júní 2025
Stúlknasveit GM Íslandsmeistarar golfklúbba 2025
Eftir Dagur Ebenezersson 24. júní 2025
Úrslit úr Meistaramóti barna og unglinga
Eftir Dagur Ebenezersson 24. júní 2025
Pamela Ósk í öðru sæti í Íslandsmótinu í holukeppni
Eftir Dagur Ebenezersson 20. júní 2025
Eva í 19. sæti í Annika Invitational
Eftir Ágúst Jensson 19. júní 2025
Hjóna og paramót GM úrslit
Eftir Dagur Ebenezersson 18. júní 2025
Fjórir Golfkennarar GM útskrifast úr PGA skólanum
Eftir Dagur Ebenezersson 11. júní 2025
Eiríka, Edda, Hjalti og Pamela tóku gull í Nettó mótinu í GKG