STARF ELDRI KYLFINGA

50 ÁRA OG ELDRI

Golfklúbbur Mosfellsbæjar heldur úti afreksstarfi fyrir eldri kylfinga klúbbsins. Aðgang að golfæfingum á veturnar hafa þeir eldri kylfingar sem hafa náð eftirfarandi forgjafarviðmiðum sem og 50 ára aldri
(fæðingarár gildir - 1975 og fyrr).


Konur: Forgjöf 18.0 og lægra
Karlar: Forgjöf 9.0 og lægra

Allir kylfingar sem taka þátt í afreksstarfi eldri kylfinga gefa með því kost á sér í keppnissveitir GM í Íslandsmóti golfklúbba í flokki eldri kylfinga.

Golfæfingar eru haldnar alla föstudaga í janúar, febrúar, mars og apríl kl 15:00 í Kletti.


Til að skrá sig á æfingar þarf að standast viðmiðin hér fyrir ofan og senda tölvupóst með nafni og kennitölu á íþróttastjóra GM (dagur@golfmos.is).

Æfingagjald fyrir tímabilið er 20.000 kr.

Val í keppnissveitir 50+ 2025

Í karlasveit eru 8 kylfingar og 1 varamaður og í kvennasveitinni eru 6 keppendur sem munu leika undir merki GM í Íslandsmóti golfklúbba í flokki kylfinga 50+ í ár.

Í karlaflokki eru 6 kylfingar komast sjálfkrafa inn af meðalskori og 2 kylfingar og 1 varamaður eru valdir af öldunganefnd, þjálfara og íþróttastjóra. Í kvennaflokki eru 6 kylfingar sem spila sig inn af meðalskori.


Leikið er um 6 sæti hjá kk og kvk (án forgjafar):

2-7 bestu hringir í LEK / GSÍ / Úrtökumótum GM

0-5 bestu hringir í GM

  • Meistaramót - 3 bestu 18 holu skorin af 72 holum
  • VITA mótaröð - 0 eða 3 bestu 18-holu skorin (fer eftir flokki í meistaramóti)

Bestu 7 hringir gilda. Kylfingar þurfa að lágmark að leika 7 hringi í mótum til að vera gjaldgengir í sveitir.

Efstu 2 kylfingar í hvoru kyni í flokki 50+ í Meistaramóti GM fá sjálfkrafa pláss í sveit GM 2025.


12. ágúst er síðasta viðmiðunarmót og því lokadagsetning.

Ef val stendur á milli tveggja eða þriggja kylfinga má liðsstjóri bjóða til umspils um sætin.

Reiknaður er skormismunur miðað við par vallar fyrir hvern teljandi hring.


Leiki kvenkylfingur af meistaraflokksteigum (bláum/gulum) dragast 3 högg frá heildarskori.

Leiki karlkylfingur af meistaraflokksteigum (hvítum/svörtum) dragast 2 högg frá heildarskori.

65 ára og eldri

Öflugt 65+ starf í GM


Á vordögum 2022 var skipuð nefnd til þess að halda utan um starf kylfinga í GM sem hafa náð 65 ára aldri.

Með hliðsjón af markmiðum GM býður klúbburinn
65+ hópnum aðgang að aðstöðu félagsins alla miðvikudagsmorgna sumar og vetur.


Við þökkum stjórnendum GM velvild þeirra og stuðning við stofnun GM 65+ hópsins.


Við nýtum að sjálfsögðu dagana okkar vel og höfum miðvikudagsviðburði sumar, vetur, vor og haust.


Markmið GM 65+


1. Efla félagsleg tengsl eldri kylfinga GM

2. Setja fókus á fræðslu og heilsueflandi áhrif golfsins

3. Bæta golftækni miðað við líkamsgetu og aldur


Gildi og leiðarljós GM 65+


1. Virðing

2. Umburðarlyndi

3. Hjálpsemi

4. Húmor og gleði

Sumardagskrá 65+

Sumardagskráin fjallar að sjálfsögðu um samveru, golf og útiveru á miðvikudögum. Við skiptum dögunum upp og höfum breytileika í viðburðadagskránni þannig að allir finni eitthvað við sitt hæfi. Markmiðið er að pláss sé fyrir okkur öll, hvar sem við erum stödd í forgjöf og getu.


Við setjum upp meðal annars miðvikudags sumarmótaröð 65+ á Hlíðavelli og í Bakkakoti, leikdaga í Bakkakoti og vinaferðir á aðra golfvelli. Við hvetjum til samverustunda og spjalls á BLIK sem gefur GM 65+ 20% afslátt af veitingum alla miðvikudaga og einnig frábæra aðstöðu í Bakkakoti.


Vetrarstarf 65+

Þegar kólnar í veðri flytjum við miðvikudags starfsemi GM 65+ inn á neðri hæð klúbbhússins.


Húsið opnar klukkan 08:30 þar sem nefndarmaður tekur á móti 1000 kr. þátttökugjaldi og býður félagsmönnum upp á heitt kaffi og meðlæti.


Vetrardagskráin fylgir eftir markmiðum okkar og býður meðal annars upp á; púttkeppni, púttleiki, golfherma-kennslu, æfingar og keppni, bingó, félagsvist og heimsóknir fagmanna sem flytja fræðsluerindi um efni tengd golfi og heilsu eldri kylfinga.


Formlegri dagskrá lýkur um kl.11:30 og þá tilvalið að hittast á BLIK og nýta GM 65+ 20% afsláttinn.

Golfhermar

GM 65+ hefur aðgang að golfhermum alla miðvikudagsmorgna milli kl. 09:00 og 12:00. Þennan tíma viljum við nýta til golfhermakennslu og æfinga þeirra sem eru að stíga sín fyrstu skref í hermum. Með þessu viljum við hvetja og styðja fleiri 65+ félaga til að nýta sér möguleika hermanna til æfinga.


Þeir sem lengra eru komnir í notkun hermanna geta skráð sig alla virka daga frá kl. 09:00 til 14:00 og greiða þá aðeins 2000 kr. á klukkustund.

Eftir Dagur Ebenezersson 18. ágúst 2025
Eiríka Íslandsmeistari í höggleik unglinga
Eftir Dagur Ebenezersson 15. ágúst 2025
Eva góð á Girls Amateur
Eftir Dagur Ebenezersson 15. ágúst 2025
Úrslit úr sveitakeppni LEK 65+
Eftir Dagur Ebenezersson 11. ágúst 2025
Kristján og Pamela best okkar kylfinga í Íslandsmótinu í höggleik
Eftir Dagur Ebenezersson 1. ágúst 2025
Nokkur verðlaunasæti GM í Unglingamótinu á Flúðum
Eftir Dagur Ebenezersson 1. ágúst 2025
Pamela í 10. sæti á English Girls Open
Eftir Dagur Ebenezersson 28. júlí 2025
Kvennasveit GM í 3. sæti í Íslandsmóti golfklúbba
Eftir Ágúst Jensson 23. júlí 2025
Flottur árangur hjá kylfingum í GM.
Eftir Dagur Ebenezersson 23. júlí 2025
Hjalti Kristján sjötti í McGregor Trophy
Eftir Dagur Ebenezersson 23. júlí 2025
Írunn í þriðja sæti í Íslandsmótið 50+