BÓKUNARREGLUR

REGLUR UM LEIK Á VÖLLUM FÉLAGSINS

 

 

1. Rástímar og staðfesting rástíma

 

1.1. Fjögurra daga bókunarfyrirvari er á velli félagsins og opnað er fyrir skráningu kl. 20:00 kvöldi fyrir fyrsta bókunardag. 


1.2. Utanfélagsmenn geta bókað sig með tveggja daga fyrirvara og er opnað fyrir skráningu kl. 20:00 kvöldið fyrir bókunardag. 


1.3. Sé ráshópur ekki fullskipaður hefur eftirlitsmaður rétt á að bæta í hópinn.


1.4. Leikmaður skal mæta að lágmarki 10 mínútum áður en hann hefur leik.


2. Allir félagsmenn verða að staðfesta komu í rástíma í afgreiðslu


3. Nauðsynlegt er að afbóka rástíma ef kylfingur sér ekki fært um að mæta á rástíma sinn og skal það gert með að lágmarki 2 klst fyrirvara


4. Mæti félagsmaður ekki á rástíma sinn án þess að afbóka fær viðkomandi aðvörun, gerist það aftur fær viðkomandi bann frá rástímabókun í eina viku


5. Óheimilt er að bóka rástíma á ranga kennitölu


6. Óheimilt er að bóka rástíma án vitneskju viðkomandi kylfings


7. Óheimilt er að hefja leik eftir að rástími er liðinn


Allir sem koma á vellina okkar þurfa að skrá sig inn á völlinn með QR kóða sem er við hlið afgreiðslunnar okkar á Hlíðavelli og í andyri golfskálans í Bakkakoti. Ef félagsmaður mætir ekki á skráðan rástíma, þá kemur hann í veg fyrir það að annar félagsmaður getur nýtt rástímann.


Viðurlögin eru:

• 1 brot, áminning

• 2 brot, áminning

• 3 brot, lokað fyrir rástímaskráningu í 7 daga

• Ítrekuð brot fara fyrir aganefnd GM

 

Þeim tilmælum er komið á framfæri við félagsmenn að þeir skrái sig ekki í rástíma nema þeir hafi raunverulega ákveðið að spila, en ekki á forsendu um að þeir vilji eiga möguleika á að spila og sjá svo til samdægurs. 

 

Við mælumst til þess við félagsmenn að þeir leyfi ekki öðrum að skrá þá í rástíma nema þeir hafi samþykkt að mæta í rástímann sjálfir. Komi til þess að sá sem bókar rástímann sé að nota nöfn annara án þeirra vitneskju, er heimilt að láta þann sem bókar í rástímabann. Misnoti félagsmaður rástíma t.d. með því að láta annan aðila mæta í stað þess sem bókaður er telst það skýrt brot á bókunarreglum og starfsmönnum er heimilt að vísa viðkomandi leikmanni af vellinum, innheimta vallargjöld og banna viðkomandi félagsmann og leikmann frá frekari bókun á rástíma. Slík brota fara fyrir stjórn GM og geta orðið til brottreksturs úr GM


Leikur gesta á vallarsvæðum GM.


Gestir skulu ganga frá greiðslu vallargjalds áður en leikur hefst og hafa kvittun um greiðslu vallargjalda undir höndum. Er þetta forsenda fyrir leikheimild.

Allir gestir verða að skrá sig í rástíma og verða að staðfesta komu sína.

Kylfingur sem hefur leik á vellinum án þess að hafa til þess heimild, telst hafa skuldbundið sig til greiðslu vallargjalds með 50% álagi.

Utan opnunartíma skála er óheimilt að leika á hvers konar fríspili eða öðrum samningum um slíkt. Engar undantekningar eru gerðar þar á.


8. Leikhraði


8.1. Stefnt skal að því að fjórir leikmenn í ráshópi séu ekki lengur en fjóra klukkutíma að leika 18 holu hring á Hlíðavelli og 100 mínútu í Bakkakoti (9 holur).


8.2. Til þess að halda uppi leikhraða skulu kylfingar stilla æfingasveiflum í hóf, ganga rösklega milli þess er þeir slá bolta sinn, yfirgefa flötina um leið og leik er lokið og ganga strax á næsta teig. Kylfingar skulu ávallt vera meðvitaðir um þá sem á eftir koma. Ef braut/flöt er auð þegar komið er á teig er mikilvægt að kylfingar hefji leik strax og sá leikmaður sem fyrstur er tilbúinn hefur strax leik.


8.3. Kylfingar skulu gæta þess að hleypa fram úr strax og ástæða er til, svo sem vegna leitar að týndum bolta og/eða ráshópurinn hefur dregist aftur úr næsta hópi á undan. 


8.4. Kylfingar ættu við þær aðstæður sem golfreglurnar leyfa að leika varabolta til þess að flýta leik. 


8.5. Mælst er til þess að leikmenn noti Stableford punktakerfi við æfingahringi og taki boltann upp þegar útséð er um að punktur fáist á viðkomandi holu. 


9. Umgengni um velli GM


9.1. Gengið skal vel um velli GM. Kylfingar eru beðnir um að skilja aldrei eftir sig rusl á vellinum og taka með sér af vellinum það rusl sem til fellur á meðan leik stendur. Ganga skal frá torfusneplum og laga boltaför á flötum. 


9.2. Ekki skal fara með golfpoka eða kerrur inn á flatir eða teiga. Óheimilt er að fara með golfkerrur á milli flatarglompu og flatar. Leikmenn skulu virða þau takmörk sem starfsmenn setja varðandi umferð og leitast við að hlífa álagsblettum á vellinum.

10. Eftirlitsmenn


10.1. Eftirlit með leik, leikhraða og umgengni á völlum er í höndum eftirlitsmanna.


10.2. Kylfingum ber að framvísa staðfestingu á félagsaðild eða kvittun fyrir greiðslu vallargjalds sé þess óskað. Kylfingur, sem hefur leik á vellinum án þess að hafa til þess heimild, telst hafa skuldbundið sig til greiðslu vallargjalds með 50% álagi. 


10.3. Þeim sem leika velli GM er skylt að hlíta fyrirmælum eftirlitsmanns.
Verði félagsmaður uppvís að alvarlegu broti á reglum þessum ber starfsmönnum að tilkynna það til stjórnar GM. Stjórn GM getur veitt kylfingi áminningu eða beitt tímabundinni útilokun frá leik á völlum félagsins.



Samkvæmt notendaskilmálum Golfbox er óheimilt að bóka rástíma með hvers kyns hugbúnaði, þ.m.t. svokölluðum skriftum, sem hannaður hefur verið til að skrá eða auðvelda skráningu rástíma í Golfbox og er til þess fallinn að veita viðkomandi forskot umfram aðra við rástímaskráningu. Hvers kyns brot gegn þessu eru alvarleg og skulu varða brottvikningu úr Golfklúbbi Reykjavíkur samkvæmt 8. gr. laga klúbbsins.


Reglur um forbókanir á völlum GM.


  • Vinsamlegast athugið að fyrirtækjakort, vinavallasamningar, GSÍ leikkort og önnur afsláttarkort gilda ekki í forbókunum líkt og þessum.
  • Staðfesta þarf fjölda kylfinga með að lágmarki 48 klst fyrirvara. Greitt er fyrir þá kylfinga sem ekki mæta til leiks en eiga bókaðan rástíma.
  • Sérhver kylfingur skal hafa eigið golfsett til að leika með. Ekki er heimilt að deila golfsetti milli leikmanna.
  • Óheimilt er að vera með utanaðkomandi veitingar í og við klúbbhús GM
  • Kylfingar skulu vera snyrtilegir til fara og taka í hvívetna tillit til annarra leikmanna á vallarsvæðinu.
  • Ekki skal viðhafa háreysti á golfvellinum og læti og ölvun er óheimil. Notkun farsíma og rafeindatækja skal stilla í hóf og aldrei þannig að valdi truflun.
  • Hámarskleiktími er 2 klst fyrir 9 holur.
  • Sé þessum skilyrðum ekki fylgt áskyljum við okkur rétt til þess að visa hópnum af vellinum.


Eftir Dagur Ebenezersson 19. maí 2025
Berglind Erla sigraði á fyrsta vormóti sumarsins
Eftir Ágúst Jensson 15. maí 2025
Skráning í VIKING deildina og Titleistl holukeppnina.
Eftir Ágúst Jensson 24. apríl 2025
Ágætu GM félagar. Gleðilegt sumar :) Það er gaman að geta sagt frá því í tilefni sumardagsins fyrsta að við ætlum að opna Hlíðavöll og Bakkakot á næstu dögum. Næstkomandi sunnudag 27. apríl verður hinn árlegi vinnudagur á Hlíðavelli og ætlum við að hefjast handa kl. 10:00. Við hvetjum sem flest ykkar til þess að mæta og hjálpa okkur að standsetja völlinn fyrir opnun. Það hefur verið frábær mæting undanfarin ár og við vonum að svo verði einnig í ár. Að loknum vinnudegi eða upp úr kl. 13:30 fá svo þau ykkar sem tóku þátt í honum forskot á sæluna og við ræsum út af öllum teigum eftir léttan hádegisverð. Hlíðavöllur opnar svo formlega mánudaginn 28. apríl. Bakkakotið opnar fimmtudaginn 1. maí og hlökkum við til að taka á móti öllum okkar kylfingum. Við vitum að þið eruð orðin spennt að komast út á golfvöll :) Við opnum fyrir rástímaskráningu á morgun föstudag kl. 14:00. Til að byrja með ætlum við að hafa rástímaskráninguna þannig að á virkum dögum spilast Hlíðavöllur sem tveir 9 holur vellir en um helgar verður hann 18 holur. Það er því þannig ( líkt og er ávallt hjá okkur á haustin) að ef þið ætlið að spila 18 holur á virkum degi þá þurfið þið að bóka ykkur á bæði fyrri og seinni 9. Er þetta gert þar sem reynslan hefur sýnt okkur að margir kylfingar spila bara 9 holur svona í byrjun sumars og því getum við bæði komið fleirum að og einnig dreifist umferðin betur á báðar lykkjurnar. Við vonum að þið takið vel í þetta hjá okkur. Við stefnum á að hafa fyrirkomulagið svona fyrstu 2 - 4 vikurnar. VIð viljum sjá hvernig þetta gengur hjá okkur og yrðum ykkur þakklát fyrir að láta okkur vita hvort þið séuð sátt við þetta fyrirkomulag eða ekki :) Til að byrja með verður okkar vellir eingöngu opnir fyrir meðlimi Golfklúbbs Mosfellsbæjar. Hlökkum til að sjá ykkur á sunnudaginn :)
Eftir Ágúst Jensson 1. apríl 2025
Veðrið hefur verið okkur ansi hliðhollt undanfarna daga. Nokkuð er síðan að borið var á flatir og þær sandaðar. Nú í dag var svo farið af stað og byrjað að slá flatirnar á Hlíðavelli. Það er ekki oft sem við förum svona snemma af stað með sláttinn þannig að þetta er bara spennandi :)
Eftir Ágúst Jensson 6. mars 2025
Kæru félagar GM 65+ SNILLINGAR GANGA SANNARLEGA INN Í NÝTT GOLFÁR MEÐ FÖGNUÐ Í HJARTA.
Eftir Ágúst Jensson 3. mars 2025
Á laugardaginn fór fram frumraun Golfsixes hér á landi og var það haldið sem innanfélagsmót á neðri hæð Kletts í golfhermaaðstöðu okkar. Golfsixes er golfmót fyrir byrjendur og þá sem eru að hefja keppnisferilinn sinn og er það á vegum R&A.
Eftir Ágúst Jensson 25. febrúar 2025
Við minnum á að ganga þarf frá greiðslu árgjalda í GM fyrir 28. febrúar næstkomandi.
Eftir Ágúst Jensson 10. febrúar 2025
Landsliðshópur Golfsambands Íslands var um helgina í æfingabúðum og tóku þau meðan annars golfæfingu í Fellinu í Varmá líkt og síðustu vetra. Yfir vetrartímabilið eru nokkrar landsliðshelgar þar sem er prógram fyrir kylfingana í formi mælinga, æfinga, fyrirlestra og fleira. Ólafur Loftsson landsliðsþjálfari sér um að skipuleggja þessar helgar en einnig er farið í eina æfingaferð á ári hverju þar sem þjálfarar koma með og var farið til Spánar í ár á La Finca.
7. febrúar 2025
Birkir Már Birgisson er nýr vallastjóri Hlíðavallar og mun hann hefja störf þann 1. apríl næstkomandi.
7. febrúar 2025
Felix Starke sem hefur verið hjá okkur undanfarin fimm ár hefur ákveðið að flytja aftur heim til Þýskalands.