FRÉTTIR




Vel heppnuð uppskeruhátíð fór fram í gær, fimmtudaginn 10. október. fyrir golfsumarið 2024. Rúmlega 60 iðkendur mættu í Klett og var keppt í 5 greinum, púttkeppni, closest-to-the-pin stöðvum í 3 Trackman hermum og golf Kahoot og veitt voru verðlaun fyrir þessar greinar. Farið var yfir breytingar og beturumbætur í íþróttastarfi GM sem hefjast nú í vetur og æfingaferð vor 2025 kynnt. Því næst var boðið upp á pizzahlaðborð sem endaði með verðlaunaafhendingu fyrir Prósjoppumótaröðina og viðurkenningar GM.

HM stúlkna fór fram í Kanada í síðustu viku og var keppnisfyrirkomulagið er höggleikur þar sem leiknar voru 72 holur, 18 holur á dag. Tvö bestu skorin í hverri umferð töldu í liðakeppninni en einnig er keppt í einstaklingskeppni. Þetta er í annað sinn sem Íslands fær boð um að taka þátt á þessu móti.