VÍKING DEILDIN

Liðakeppni fyrir félagsmenn GM



VÍKING deildin er eitt skemmtilegasta mót sem Golfklúbbur Mosfellsbæjar stendur fyrir. Um er að ræða liðakeppni með forgjöf þar sem keppt er með svipuðu fyrirkomulagi og í Íslandsmóti golfklúbba (sveitakeppni). Allt að 8 leikmenn skipa hvert lið en 4 leikmenn leika í hverri umferð. Í hverri umferð er leikinn 1 fjórmenningsleikur og 2 tvímenningsleikir.

Leikið á báðum vallasvæðum


Í VÍKING deildinni er leikið á báðum vallasvæðum og eru umferðir leiknar í heild sinni á hvoru vallarsvæði í fyrirfram skipulögðum leikvikum. Leiknar verða tvær leikvikur í riðlakeppni á Hlíðavelli og ein í Bakkakoti. Í úrslitum fara síðan 8 liða úrslit fram í Bakkakoti, undanúrslit og úrslit á Hlíðavelli.


Alls eru 16 lið sem geta verið með en leikið verður í fjórum 4 liða riðlum þar sem allir leika við alla. Þegar úrslit í riðlum liggja fyrir verður leikið í 8 liða úrslitum. Efstu 2 liðin í riðli fara áfram í útsláttarkeppnina.


Ef skráning er umfram 16 lið er leikin forkeppni. 8 efstu lið frá árinu á undan fá sjálfkrafa þátttökurétt í aðalkeppnina að því gefnu að minnsta kosti 4 leikmenn úr liðinu séu þeir sömu og árið áður.


Í forkeppni VÍKING deildarinnar er leikin 18 holu punktakeppni þar sem 4 liðsmenn leika og 3 bestu skor liðsins telja. Hámarksforgjöf í forkeppninni er 36. Verði lið jöfn í forkeppninni verður það lið ofar sem er með hæsta einstaka punktafjöldann. Ef enn er jafnt telur skorið hjá þeim leikmanni sem var með lægsta punktafjöldann. Ef enn er jafnt er varpað hlutkesti um hvaða lið hafnar ofar.


Forkeppni VÍKING deildarinnar árið 2025 verður leikin laugardaginn 24. maí ef þörf er á.


Eldri skjöl

Eftir Dagur Ebenezersson 22. september 2025
Eva og Pamela flottar á HM stúlkna
Eftir Dagur Ebenezersson 19. september 2025
Hjalti Kristján vann Titleist Unglingaeinvígið 2025
Eftir Dagur Ebenezersson 9. september 2025
Írunn flottur fulltrúi Íslands á EM klúbba
Eftir Dagur Ebenezersson 8. september 2025
Emil Darri og Eva sigurvegarar í N1 unglingamótinu
Eftir Ágúst Jensson 4. september 2025
Úrslit í innanfélagsmótaröðum Golfklúbbs Mosfellsbæjar
Eftir Ágúst Jensson 1. september 2025
Bændaglíma Golfklúbbs Mosfellsbæjar 2025
Eftir Dagur Ebenezersson 24. ágúst 2025
Kvennasveit 50+ unnu aðra deildina - leika í fyrstu deild að ári
Eftir Dagur Ebenezersson 18. ágúst 2025
Eiríka Íslandsmeistari í höggleik unglinga
Eftir Dagur Ebenezersson 15. ágúst 2025
Eva góð á Girls Amateur
Eftir Dagur Ebenezersson 15. ágúst 2025
Úrslit úr sveitakeppni LEK 65+