Berglind Erla í 4. sæti í háskólamóti með Keiser

Dagur Ebenezersson • 21. október 2025

Berglind Erla í 4. sæti í háskólamóti með Keiser

Berglind Erla Baldursdóttir, afrekskylfingur úr GM náði sinni bestu frammistöðu í háskólagolfinu til þessa en hún endaði í 4. sæti í Jupiter Collegiate Invitational mótinu. Leikið var á Jonathan's Landing golfvellinum.


Kvennalið Keiser-háskólans í golfi átti sögulega frammistöðu í mótinu þar sem liðið sigraði með skólameti á samtals 845 höggum eftir hringi upp á 278, 281 og 286.


Berglind Erla lék hringina þrjá á samtals 216 höggum (+6).


Berglind er á öðru ári í háskólagolfi en hún skipti um skóla eftir fyrsta árið en áður lék hún fyrir Fresno State háskólann í Kaliforníu.

Hér má sjá lokastöðuna í mótinu.