Berglind Erla og Auður Bergrún byrja golfsumarið á sigrum

Dagur Ebenezersson • 19. maí 2025

Berglind Erla sigraði á fyrsta vormóti sumarsins

Andri Már Óskarsson, GOS, og Berglind Erla Baldursdóttir, GM, stóðu uppi sem sigurvegarar í Vormóti GM. Mótið var það fyrsta á GSÍ mótaröðinni í sumar og voru leiknar 36 holur yfir helgina.

Fyrirkomulag mótsins var breytt punktakeppni, og stigagjöfin eftirfarandi:

  • Albatross: 8 punktar
  • Örn: 5 punktar
  • Fugl: 2 punktar
  • Par: 0 punktar
  • Skolli: -1 punktur
  • Tvöfaldur skolli eða verra: -3 punktar


Berglind Erla Baldursdóttir sigraði en hún endaði mótið með -12 punkta. Berglind var með flesta fugla allra kvenna, en þeir eru dýrmætir í breyttu punktakeppninni.

Á eftir Berglindi var Sara Kristinsdóttir GM en hún bætti sig um 30 punkta á milli hringja og skorið um 20 högg (89-69).


Kristófer Karl Karlsson var bestur GM-inga í karlaflokki en hann endaði á +2 punktum samtals. (77-69)

Auður Bergrún sigraði á fyrsta mótinu á Unglingamótaröðinni

Auður Bergrún sigraði á fyrsta mótinu á Unglingamótaröðinni sem fram fór á Akranesi. Hún lék á 76-76-69 eða 6 yfir pari samtals. Pamela Ósk Hjaltadóttir var í 3. sæti á 12 höggum yfir pari (80-76-72) og Eva Kristinsdóttir jöfn í 5. sæti á 18 höggum yfir pari (84-77-73). Gabríella Neema Stefánsdóttir var í 10. sæti á 28 höggum yfir pari (86-79-79).


Í flokki 17-18 ára pilta var Kristján Karl Guðjónsson efstur GM-inga í 8. sæti á 20 höggum yfir pari (77-81-78). Hjá 15-16 ára strákunum var Hjalti Kristján Hjaltason efstur GM-inga jafn í 7. sæti á 14 höggum yfir pari (81-78-71). Grétar Logi Gunnarsson bender var í 10. sæti á 19 höggum yfir pari (81-78-76).