Birna, Auður og Eva semja við háskóla í Bandaríkjunum
Dagur Ebenezersson • 17. nóvember 2025

Birna, Auður og Eva semja við háskóla í Bandaríkjunum
Afrekskylfingarnir Birna Rut Snorradóttir, Auður Bergrún Snorradóttir og Eva Kristinsdóttir hafa skrifað undir samning við háskóla í Bandaríkjunum og munu hefja nám næstkomandi haust.
Þær munu allar leika golf fyrir skólaliðið og stunda nám samhliða því.
Birna Rut
- Skóli: Western Illinois University
- Staðsetning: Macomb, Illinois
- Liðsheiti: Leathernecks

Auður Bergrún
- Skóli: Florida International University
- Staðsetning: Miami, Florida
- Liðsheiti: Panthers

Eva Kristinsdóttir
- Skóli: University of Iowa
- Staðsetning: Iowa City, Iowa
- Liðsheiti: Hawkeyes

Við óskum þeim til hamingju og góðs gengis!
