Eiríka Íslandsmeistari í höggleik unglinga

Dagur Ebenezersson • 18. ágúst 2025

Eiríka Íslandsmeistari í höggleik unglinga

Íslandsmót unglinga í höggleik fór fram um helgina og léku kylfingar 14 ára og yngri á Selfossi en leiknir voru þrír hringir á 14 holu vellinum en 15 ára og eldri léku í Þorlákshöfn þrjá hringi.


Eiríka Malaika Stefánsdóttir er Íslandsmeistari í höggleik í flokki 12 ára og yngri stúlkna. Hún lék hringina þrjá á +35 (70-63-64) og sigraði með 16 högga mun. Rakel Þyrí Kristmannsdóttir var í 4. sæti á +55 og Edda María Hjaltadóttir í 7. sæti á +77.

Í flokki 13-14 ára drengja var Ásgeir Páll Baldursson jafn í 5. sæti á +19 (61-59-61). Emil Darri Birgisson var jafn í 9. sæti á +22 (63-64-57).

Grétar Logi Gunnarsson Bender var í 13. sæti í flokki 15-16 ára drengja á +17 (84-74-75) og Hjalti Kristján Hjaltason í 14. sæti á +19 (79-79-77).

Grétar Logi Gunnarsson Bender var í 13. sæti í flokki 15-16 ára drengja á +17 (84-74-75) og Hjalti Kristján Hjaltason í 14. sæti á +19 (79-79-77).

Sara María Guðmundsdóttir var í 9. sæti í flokki 15-16 ára stúlkna  á +24 (81-80-79).

Pamela Ósk Hjaltadóttir var í 2. sæti í flokki 17-18 ára stúlkna á +2 (76-69-73) og Auður Bergrún Snorradóttir í 3. sæti á +9 (76-74-75).