Emil Darri og Eva sigurvegarar í N1 unglingamótinu

Dagur Ebenezersson • 8. september 2025

Emil Darri og Eva sigurvegarar í N1 unglingamótinu

Loka stigamótið á Unglingamótaröðinni og Golf14 fór fram í GR á Korpúlfsstöðum um helgina. Leiknar voru 54 holur í flokki 15-18 ára, 36 í flokki 13-14 ára og 18 holur í flokki 12 ára og yngri. Emil Darri Birgisson og Eva Kristinsdóttir unnu sína keppnisflokka en fjöldi iðkenda GM náðu verðlaunasætum.

Í flokki 17-18 ára stúlkna var Eva Kristinsdóttir best en hún lék stórkostlegt golf eða 1 undir pari samtals (73-72-70). Jöfn í öðru sæti var Pamela Ósk Hjaltadóttir en hún var á 6 höggum yfir pari samtals (75-76-71). Auður Bergrún Snorradóttir var jöfn í 5. sæti á +21 (78-75-84).

Í flokki 17-18 ára drengja var Kristján Karl Guðjónsson í öðru sæti eftir frábæra spilamennsku. Hann lék hringina þrjá á samtals -7 (67-76-66).

Sara María Guðmundsdóttir var jöfn í 3. sæti í flokki 15-16 ára stúlkna á +17 (75-76-82).

Í flokki 15-16 ára drengja var Hjalti Kristján Hjaltason jafn í 3. sæti á -1 eftir mjög flotta spilamennsku (73-70-71). Grétar Logi Gunnarsson Bender var jafn í 13. sæti á +9 (75-74-76).

Emil Darri Birgisson sigraði í flokki 13-14 ára drengja á +2 (73-73). Emil var ásamt Ásgeiri Páli Baldurssyni á +2 (75-71) og fóru þeir í bráðabana með Matthíasi Jörva úr GKG og Barra frá Dalvík og hafði Emil Darri betur með fugli á fyrstu holu. Emil hafði því fengið 4 fugla á sínum síðustu 5 holum til að vinna mótið. Flott frammistaða hjá þessum frábæru ungu kylfingum GM.

Í flokki 12 ára og yngri stúlkna var Elva Rún Rafnsdóttir í 2. sæti á +19 (46-45). Edda María Hjaltadóttir var í 5. sæti á +23 (46-49). Eygló Rún Ingadóttir var í 13. sæti og Anna Dís Strange í 14. sæti.

Hér má sjá lokastöðuna í 15-18 ára

Hér má sjá lokastöðuna í Golf14