Eva best GM-inga í Landsmóti í Leiru
Golfklúbbur Mosfellsbæjar • 22. júlí 2024

Eva Kristinsdóttir lék frábært golf í Íslandsmótinu í golfi í höggleik sem fór fram í Leirunni um helgina.
Átti hún góða möguleika á sigri en þegar 4 holur voru eftir var hún jöfn í forystu í mótinu.
Eva endaði jöfn í 4. sæti á +10 samtals (69-74-69-82). Pamela Ósk Hjaltadóttir endaði í 8. sæti á +15 (74-74-80-71) og Sara Kristinsdóttir endaði í 9. sæti á +16 (75-74-77-74).
Í karlaflokki var Kristján Þór Einarsson bestur okkar kylfinga en hann endaði á -5 (70-66-68-75) jafn í 9. sæti.
Hulda Clara Gestsdóttir og Aron Snær Júlíusson eru Íslandsmeistarar í golfi 2024 en þau eru bæði í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar.