Eva góð á Girls Amateur
Dagur Ebenezersson • 15. ágúst 2025

Eva góð á Girls Amateur
Eva Kristinsdóttir og Auður Bergrún Snorradóttir kepptu á the Girls Amateur Championship sem er eitt sterkasta áhugamannamót fyrir kylfinga undir 18 ára. Mótið fór fram í Conwy í Wales í vikunni.
Leikinn er 36 holu höggleikur og svo 64 manna holukeppnis útsláttarkeppni.
Eftir höggleikinn var Eva jöfn í 49. sæti en hún lék hringina á +5 (76-75). Í fyrsta leik lenti hún á móti hinni spænsku Blanca Gómez-Balboa en tapaði 1/0 í hörku leik þar sem hún lék á þremur undir pari. Leikurinn var mjög spennandi en hin spænska endaði á þremur fuglum í röð til að klára leikinn.
Auður náði sér ekki á strik í höggleiknum og datt út úr keppni en hún lék á +19 (86-79).
Linkur á mótið má finna hér