Fréttir af aðalfundi - silfurmerki GM

Ágúst Jensson • 4. desember 2025

Á aðalfundi félagsins sem haldinn var síðastliðinn mánudag voru GM félagar sæmdir silfurmerki klúbbsins.

Sigurður Geirsson og Davíð Baldur Sigurðsson.


Siggi Geirs og Davíð Baldur eru flestum GM félögum vel kunnugir þar sem þeir hafa séð um dómgæslu í öllum okkar golfmótum í fjölda ára. Það er okkur í GM ómetanlegt að eiga svona flotta dómara sem standa vaktina hjá okkur í öllum veðrum og vindum og gera það með miklum sóma. 




Mótanefnd GM.


Við erum einstaklega heppin með okkar öflugu mótanefnd sem hefur séð um allt okkar mótahald í ansi mörg ár.  Það eru þeir Snorri Hlíðberg, Viddi Sveinbjörns, Helgi Páls og Gísli Karel. Þeir hafa séð um mótin okkar í fjölda ára og Snorri sem hefur setið hvað lengst í mótanefndinni er langt komin í 20 árin. Við erum þeim félögum einstaklega þakklát og við vitum að okkar félagsmenn eru það líka. Á myndinni hér að ofan eru þeir Gísli Karel og Viðar Sveinbjörnsson ásamt Kára formanni.



Rut Marsibil Héðinsdóttir.

 

Rut hóf sinn golfferil í Golfklúbbnum Kili 1985 og hefur því verið hér í 40 ár. Rut tók mikinn þátt í ýmsum verkefnum þegar kom að uppbyggingu Hlíðavallar á sínum tíma.  Hún hefur verið í farabroddi í okkar kvennagolfi og keppt í öll þessi ár fyrir okkar hönd með virkilega góðum árangri og er hvergi nærri hætt. Viljum við með þessu þakka henni fyrir allt hennar starf í þágu klúbbsins sem og þann góða árangur sem hún hefur náð á golfvellinum í öll þessi ár.


Við í GM erum rík af sjálfboðaliðum sem leggja mikla vinnu í okkar starf og eiga stóran þátt í því hversu öflugur golfklúbbur GM er. Það er okkur ómetanlegt að eiga þetta fólk að og viljum við með þessu þakka þeim kærlega fyrir.