GM ferðin 2026 til Belek í Tyrklandi
Ágúst Jensson • 14. janúar 2026

Sala hefst á morgun fimmtudaginn 15. janúar kl. 12:00

Ágætu GM félagar.
Nú hefur verið tekin ákvörðun um að GM ferðin árið 2026 verði farin á Belek svæðið í Tyrklandi.
Við ætlum að vera á Sueno Deluxe hótelinu sem er með tvo glæsilega golfvelli og fjölda veitiningastaða.
Þetta verður án nokkurs vafa alveg geggjuð golfferð :)
Opnað verður fyrir bókanir á morgun fimmtudaginn 15. janúar kl. 12:00. Við erum með 80 sæti í boði.
Við munum senda fjölpóst aftur á morgun rétt fyrir klukkan 12.00 með bókunarnúmerinu sem þið notið þá við bókun.
Smellið hér til þess að fá nánari upplýsingar um þessa glæsilegu golfferð.
