Hjalti Kristján vann Titleist Unglingaeinvígið 2025
Hjalti Kristján vann Titleist Unglingaeinvígið 2025
Efstu 6 verðlaunahafar fengu vegleg verðlaun í boði Titleist
Hið árlega Titleist Unglingaeinvígi fór fram á Hlíðavelli í dag 19. september og var þetta tuttugasta og fyrsta skipti sem mótið fer fram. Þrjátíu af fremstu afrekskylfingum Íslands á aldrinum 13-18 ára tóku þátt.
Leikin var 10 manna forkeppni í þremur aldursflokkum með shootout fyrirkomulagi þar sem sá kylfingur með hæsta skorið fellur úr keppni á hverri holu. Þrír keppendur úr hverjum aldursflokki kemst í lokaeinvígið ásamt sigurvegaranum í fyrra sem í þetta skiptið var Björn Breki Halldórsson.
Í úrslitum voru 6 kylfingar úr GKG, 3 kylfingar úr GM og 1 úr GS.
Heimamaðurinn Hjalti Kristján Hjaltason stóð uppi sem sigurvegari eftir spennandi keppni en hann setti í frábæran fugl á lokaholunni fyrir utan flötina. Þetta er í annað sinn sem Hjalti vinnur mótið en hann sigraði einnig árið 2021.
Þeir 10 kylfingar sem léku í úrslitum
Allir 29 keppendurnir sem hófu leik í undankeppninni
Hérna fyrir neðan má sjá heildarúrslit mótsins:
10. sæti - Emil Máni Lúðvíksson, GKG
9. sæti - Eiríka Malaika Stefánsdóttir, GM
8. sæti - Emil Darri Birgisson, GM
7. sæti - Gunnar Þór Heimisson, GKG
6. sæti - Embla Hrönn Hallsdóttir, GKG
5. sæti - Elísabet Ólafsdóttir, GKG
4. sæti - Eva Fanney Matthíasdóttir, GKG
3. sæti - Fjóla Margrét Viðarsdóttir, GS
2. sæti - Björn Breki Halldórsson, GKG
1. sæti - Hjalti Kristján Hjaltason, GM
Sigurvegarar Unglingaeinvígisins frá upphafi:
2005 – Sveinn Ísleifsson, GKj
2006 – Guðni Fannar Carrico, GR
2007 – Andri Þór Björnsson, GR
2008 – Guðjón Ingi Kristjánsson, GKG
2009 – Andri Már Óskarsson, GHR
2010 – Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK
2011 – Ragnar Már Garðarson, GKG
2012 – Aron Snær Júlíusson, GKG
2013 – Ingvar Andri Magnússon, GR
2014 – Ingvar Andri Magnússon, GR
2015 – Björn Óskar Guðjónsson, GM
2016 – Henning Darri Þórðarson, GK
2017 – Ragnar Már Ríkarðsson, GM
2018 – Dagbjartur Sigurbrandsson, GR
2019 – Tómas Eiríksson Hjaltested, GR
2020 – Björn Viktor Viktorsson, GL
2021 – Hjalti Kristján Hjaltason, GM
2022 – Veigar Heiðarsson, GA
2023 – Jóhann Frank Halldórsson, GR
2024 – Björn Breki Halldórsson, GKG
2025 - Hjalti Kristján Hjaltason, GM