Hjóna og parakeppni GM - Úrslit
Hjóna og paramót GM fór fram á Hlíðavelli í gær.
Veðrið var allskonar og skorið eftir því :)
Eftirtaldir kylfingar voru næst holu:
3. braut - Tomas Salmon 2,11 metrar
4. braut - Arna Hilmarsdóttir - 2,92 metrar
7. braut - Eydís Arna - 72 cm.
15. braut - Guðjón Karl. 6,3 metrar.
18. braut - Guðmundur Jón - 1,27 metrar.
Sigurvegarar mótsins voru þau Ingi Páll Sigurðsson og Eygerður Helgadóttir. Þau léku stórgott golf og komu inn á nettóskori sem var 6 höggum undir pari vallarins. Sannarlega góð spilamennska hjá þeim.
1. sæti - Eygerður Helgadóttir og Ingi Páll Sigurðsson, 65 högg.
2. sæti - Arna Kristín Hilmarsdóttir og Örn Unnarsson, 69 högg.
3. sæti - Jóna Sigurðardóttir og Svanur Kolbeinn Gunnarsson, 70. högg.
Óskum við verðlaunahöfum innilega til hamingju með árangurinn, verðlaun má nálgast hjá okkur á skrifstofu GM.