Innanfélagamótaraðir GM - sigurvegarar krýndir á aðalfundi

Innanfélagsmótaraðir GM - verðlaunahafar

Sigurvegarar í innanfélagsmótaröðum GM voru verðlaunaðir á aðalfundi félagsins sem fram fór 2. desember síðastliðinn.
Það voru þau Eygerður Helgadóttir og Jonas Yamak ( á myndinni hér að ofan) sem sigruðu VITAgolf mótaröðina. Þau léku manna best í allt sumar og fá í verðlaun sæti í GM ferðinni 2026 sem farin verður næsta haust.

Titleist holukeppnin var sú fjölmennasta frá upphafi. Það voru 124 karlar og 50 konur sem hófu leik. Það voru þau Edda Herbertsdóttir og Arnór Daði Rafnsson sem spiluðu best og stóðu uppi sem sigurvegar. Hlutu þau að launum glæsilega golfpoka frá Titleist.

VIKING deildin er skemmtileg liðakeppni þar sem færri komast að en vilja. Eftir undankeppni eru það 16 lið sem spila í deildinni. Í ár var það lið Golfnagla sem stóðu uppi sem sigurvegarar eftir æsispennandi leik við FÍG þar sem úrslitin réðust á síðasta púttinu á 18. holu.
Við þökkum öllum þátttakendum kærlega fyrir að vera með okkur í þessum skemmtilegu mótum. Sigurvegurum óskum við innilega til hamingju með árangurinn.
Svo viljum við þakka VITAgolf, Titleist á Íslandi og VIKING kærlega fyrir að standa svona vel við bakið á okkur í GM.
