Írunn flottur fulltrúi Íslands á EM klúbba

Dagur Ebenezersson • 9. september 2025

Írunn flottur fulltrúi Íslands á EM klúbba

Írunn Ketilsdóttir keppti fyrir hönd Íslands á European Senior Ladies Team Championship sem fram fór á Pula golfvellinum í Mallorca á Spáni.


Írunn lék vel í höggleiknum og var næst best íslensku landsliðskylfinganna á +28 (85-87). Eftir það voru leiknir 3 holukeppnisleikir í B-riðli við Skotland, Noreg og Portúgal sem töpuðust allir.


Þrátt fyrir það endaði lið Íslands í 16. sæti og leika þær í A deild að ári.

Mótið er frábær reynsla fyrir Írunni sem hefur verið öflug á LEK í sumar og flottur fulltrúi GM fyrir hönd Íslands.


Mótið má finna hér