Írunn í þriðja sæti í Íslandsmótið 50+

Dagur Ebenezersson • 23. júlí 2025

Írunn í þriðja sæti í Íslandsmótið 50+

Íslandsmóti eldri kylfinga lauk þann 19. júlí á Strandarvelli hjá Golfklúbbi Hellu.

Keppendur voru alls 85 og voru leiknar 54 holur á þremur keppnisdögum. Í kvennaflokki voru 24 keppendur og 61 í karlaflokki.

Keppt var í tveimur aldursflokkum hjá báðum kynjum, 50 ára og eldri, og 65 ára og eldri. Alls voru fjórir kylfingar í mótinu frá Golfklúbbi Mosfellsbæjar.

Írunn Ketilsdóttir úr GM gerði sér lítið fyrir og endaði í 3. sæti í flokki 50 ára og eldri kvenna en hún lék á 80-85-79 höggum. Mikil spenna var upp á þriðja sætið en hún endaði höggi á undan Elsu Nielsen eftir frábæran örn á 17 holu á lokahringnum.

Kári Tryggvason endaði í 6. sæti í flokki 65 ára og eldri karla en hann lék hringina á 79-83-81 höggi eða 33 höggum yfir pari.

Úrslit:

Konur +50 ára:

  1. Þórdís Geirsdóttir, GK 220 högg (+10) (76-72-72).
  2. Ragnheiður Sigurðardóttir, GKG 236 högg (+26) (80-74-82).
  3. Írunn Ketilsdóttir, GM 244 högg(+34) (80-85-79).

Karlar +50 ára:

  1. Sigurbjörn Þorgeirsson, GFB 206 högg (-4) (69-70-67).
  2. Guðmundur Rúnar Hallgrímsson, GS 212 högg (+2) (72-67-73).
  3. Ólafur Hreinn Jóhannesson, GSE 213 högg (+3) (68-71-74).

Konur +65 ára:

  1. María Málfríður Guðnadóttir, GKG 236 högg (+26) (81-74-81).
  2. Steinunn Sæmundsdóttir, GR 237 högg (+27) (74-83-80).
  3. Guðrún Garðars, GR 238 högg (+28) (83-75-80).

Karlar +65 ára:

  1. Hannes Eyvindsson, GR 227 högg (+17) (76-75-76).
  2. Hlöðver Sigurgeir Guðnason, GKG 232 högg (+22) (75-77-80).
  3. Magnús Birgisson, GK 234 högg (+24) (83-76-75).


Lokastöðuna má finna hér