Írunn í stjórn GSÍ

Dagur Ebenezersson • 17. nóvember 2025

Írunn í stjórn GSÍ

Þing Golfsambands Íslands fór fram dagana 14.-15 nóvember 2025. Hulda Bjarnadóttir var þar endurkjörin sem forseti sambandsins til næstu tveggja ára.

Þingfulltrúar kusu nýja stjórn, endurskoðendur og fulltrúa í helstu nefndir sambandsins, þar á meðal aganefnd, dómaranefnd og forgjafar- og vallarmatsnefnd. Þá var kjörnefnd skipuð og fulltrúar valdir á íþróttaþing ÍSÍ.


Hansína Þorkelsdóttir og Elín Hrönn Ólafsdóttir gáfu ekki kost á sér til endurkjörs og koma Gunnar Sveinn Magnússon, GR og Írunn Ketilsdóttir, GM inn í stjórn GSÍ í þeirra stað.


Stjórn GSÍ 2025-2027 er þannig skipuð: Birgir Leifur Hafþórsson, Gunnar Sveinn Magnússon, Hjördís Björnsdóttir, Írunn Ketilsdóttir, Jón B. Stefánsson, Jón Steindór Árnason, Karen Sævarsdóttir, Ólafur Arinbjörn Sigurðsson, Ólafur Arnarson og Ragnar Baldursson.


Írunn Ketilsdóttir hefur setið í stjórn GM síðastliðin ár og hefur hún ekki gefið kost á endurkjöri fyrir næsta tímabil. Viljum við þakka Írunni fyrir störf hennar í GM og óskum henni góðs gengis í stjórn GSÍ.