Katrín Sól og María Eir skrifa undir háskóla í Bandaríkjunum
Golfklúbbur Mosfellsbæjar • 3. ágúst 2023

Afreks- og landsliðskylfingarnir Katrín Sól Davíðsdóttir og María Eir Guðjónsdóttir hafa nýverið skrifað undir samning við háskóla í Bandaríkjunum og munu hefja nám í haust. Þær munu báðar leika golf fyrir skólaliðið og stunda BS. nám því við hlið á skólastyrk.
Katrín Sól skrifaði undir hjá University of Texas Permian Basin skólanum sem leikur í NCAA Div II.
María Eir skrifaði undir hjá Jacksonville University í Flórída sem leikur í NCAA Div I.
Við óskum þeim til hamingju með skólastyrkina og góðs gengis næstu árin í Bandaríkjunum.
