Kristján og Pamela best okkar kylfinga í Íslandsmótinu í höggleik

Dagur Ebenezersson • 11. ágúst 2025

Kristján og Pamela best okkar kylfinga í Íslandsmótinu í höggleik

Íslandsmótið í höggleik fór fram á Hvaleyrarvelli dagana 7.-10. ágúst en alls tóku 18 kylfingar í GM þátt í mótinu. Sterkur vindur hafði áhrif á kylfinga á öðrum, þriðja og fjórða degi mótsins.

Kristján Þór Einarsson lék frábært golf og endaði í fimmta sæti í mótinu á 1 höggi undir pari samtals (71-72-72-72) einungis 4 höggum á eftir Dagbjarti sem sigraði. Hann blandaði sér í baráttuna á lokadegi en þegar 3 holur voru eftir af mótinu var hann 3 höggum á eftir efstu mönnum.

Andri Már Guðmundsson var jafn í 24. sæti á +13, Kristófer Karl Karlsson í 31. sæti á +16, Sverrir Haraldsson í 37. sæti á +19 og Ingi Þór Ólafson í 42. sæti á +26.

Pamela Ósk Hjaltadóttir var best GM kvenna en hún endaði jöfn í 6. sæti á +17 (77-77-74-77).

Heiða Rakel Rafnsdóttir endaði jöfn í 9. sæti á +25 og Berglind Erla Baldursdóttir endaði í 13. sæti á +29.

Lokastöðuna má finna hér