Kristófer Karl er íþróttamaður Mosfellsbæjar

Dagur Ebenezersson • 9. janúar 2026

Kristófer Karl er íþróttamaður Mosfellsbæjar

Íþróttafólk Mosfellsbæjar 2025 var heiðrað við hátíðlega athöfn í Hlégarði fimmtudaginn 8. janúar.


Bæjarbúum gafst kostur á, ásamt íþrótta- og tómstundanefnd, að kjósa úr hópi tilnefndra íþróttafólk ársins 2025. Á sama tíma voru þjálfari, lið og sjálfboðaliði ársins heiðruð.


Kristófer Karl Karlsson afrekskylfingur úr GM var kosinn íþróttamaður ársins eftir mjög flott golfsumar. Kristófer var með tvo stóra sigra á keppnistímabilinu en hann var klúbbmeistari Golfklúbbs Mosfellsbæjar í Meistaraflokki í þriðja sinn á ferlinum á 9 höggum undir pari. Hann sigraði svo Korpubikarinn sem er eitt af stórmótum sumarsins á mótaröðinni en hann lék á 17 höggum undir pari og sló þar með mótsmet Korpubikarsins. 


Íþróttafólk ársins í Mosfellsbæ 2025 eru:

 Cecilía Rán Rúnarsdóttir, knattspyrnukona í Inter Milan

 Kristófer Karl Karlsson, kylfingur í Golfklúbbi Mosfellsbæjar

Íþróttalið Mosfellsbæjar:

- Meistaraflokkur karla í knattspyrnu í Hvíta riddaranum

Þjálfari ársins:

- Ásbjörn Jónsson, þjálfari meistaraflokks karla í Hvíta riddaranum

Sjálfboðaliði ársins:

- Björk Erlingsdóttir, sjálfboðaliði hjá MotoMos


Þess má geta að íþróttafólk ársins, þau Cecilía Rán og Kristófer Karl, voru einnig kjörin íþróttafólk ársins í Mosfellsbæ árið 2020