Kvennasveit 50+ unnu aðra deildina - leika í fyrstu deild að ári

Kvennasveit 50+ unnu aðra deildina - leika í fyrstu deild að ári
Íslandsmót golfklúbba 50+ fór fram 21.-23. ágúst og léku konurnar á Hólmsvelli í Leiru og karlarnir á Vestmannaeyjavelli.
Kvennasveit 50+ gerði sér lítið fyrir og unnu deildina og leika þær því í fyrstu deild að ári. Má segja að þetta hafi verið mjög sannfærandi sigur en þær voru efstar í höggleiknum sem röðuðu í riðla og unnu svo alla leikina 3-0 nema úrslitaleikinn við GA en hann fór 2-1 fyrir GM. Við óskum okkar 50+ fulltrúum innilega til hamingju með árangurinn!
Karlasveitin stóð sig mjög vel en þeir enduðu í 2. sæti. Úrslitaleikurinn var við Golfklúbb Fjallarbyggðar en þeir höfðu betur 3.5 - 1.5. Flottur árangur hjá karlasveitinni í ár.
Liðin skipuðu:
Karlasveit GM 50+
Arnar Sigurbjörnsson
Jónas Heiðar Baldursson
Siggeir Kolbeinsson
Rafn Jóhannesson
Róbert Björnsson
Pétur Valgarðsson
Victor Rafn Viktorsson
Þorsteinn Hallgrímsson
Kári Tryggvason (liðsstjóri og varamaður)
Kvennasveit GM 50+
Agnes Ingadóttir
Arna Kristín Hilmarsdóttir
Harpa Iðunn Sigmundsóttir
Hulda B Kjærnested Baldursdóttir
Írunn Ketilsdóttir
Rut Marsibil Héðinsdóttir
Liðsstjórar: Auður Þórisdóttir og Rannveig Rúnarsdóttir
