Kvennasveit GM í 3. sæti í Íslandsmóti golfklúbba

Dagur Ebenezersson • 28. júlí 2025

Kvennasveit GM í 3. sæti í Íslandsmóti golfklúbba

Íslandsmót golfklúbba fór fram 24.-26. júlí og léku konurnar á Jaðarsvelli á Akureyri og karlarnir á Leirdalsvelli í GKG. 


Konurnar höfðu unnið síðastliðin 3 ár en ekki tókst að sigra þetta árið og þurftu þær að sætta sig við þriðja sætið. Í undanúrslitum lék sveit GM á móti GR og var þar mjög spennandi leikur þar sem fjórir leikir af fimm réðust á 18. holunni og hafði GR betur. Lék þá sveit GM við heimamenn í GA upp á þriðja sætið sem vannst nokkuð örugglega. 


Karlasveit GM var í dauðafæri til að komast í undanúrslit en í þriðja leik í riðlakeppninni munaði einungis hálfum sigri að sveitin kæmist í efri hluta. Okkar menn léku vel og unnu báða leikina í neðri hluta og var því lokaniðurstaða mótsins 5. sæti.

Kvennasveit:


Auður Bergrún Snorradóttir

Berglind Erla Baldursdóttir

Birna Rut Snorradóttir

Eva Kristinsdóttir

Heiða Rakel Rafnsdóttir

Katrín Sól Davíðsdóttir
María Eir Guðjónsdóttir

Sara Kristinsdóttir


Liðsstjóri: Ásdís Eva Bjarnadóttir

Þjálfari: Dagur Ebenezersson


Karlasveit:


Andri Már Guðmundsson

Arnór Daði Rafnsson

Aron Skúli Ingason

Björn Óskar Guðjónsson

Ingi Þór Ólafson

Kristján Þór Einarsson

Kristófer Karl Karlsson

Sverrir Haraldsson


Liðsstjóri: Þorsteinn Hallgrímsson

Þjálfari: Andri Ágústsson