GM félagi dagsins

GM félagi dagsins er Björk Snæland Jóhannsdóttir.

Við ætlum að vera dugleg í því í vetur að vera með innslög um okkar félaga í lið sem hefur fengið nafnið GM félagi dagsins :)
Það er hún Björk Snæland Jóhannsdóttir sem ætlar að hefja leikinn.
Björk er búin að vera meðlimur í GM síðan 2017 og er með 28,2 í forgjöf.
Afhverju byrjaðirðu að spila golf?
Ég byrjaði í golfi af því að maðurinn fann ódýrt vinstri handarsett ( sem sagt örvhent ) og hann var líka búin að skrá mig á námskeið í heilt sumar frá mai – sept 2017, mér datt ekki í hug að fara út á golfvöll það sumar – bara æfingar . Ég ætlaði sko ekki að gera mig að fífli á vellinum 😊
Hvað er skemmtilegast við golfið?
Þegar vel gengur, útiveran og félagsskapurinn
Hvernig hefur golfið gengið hjá þér?
Það bara gengur ágætlega – þyrfti kannski aðeins að æfa mig oftar
Hefurðu farið holu í höggi?
Nei
Eftirminnileg atvik eða sögur af golfvellinum?
Vinkvennamót á GM með konum úr GKG , það var bilað veður ( fellibylur og grenjandi rigning ) þegar Bára Einarsdóttir er á 6. braut tekur þetta svakalega högg af miðri braut og ætlar að sjálfsögðu inn á grínið , en af því að það er fyllibylur það fer boltinn upp á teig á 7.braut og beint í höfuð á einni úr GKG – sem betur fer fór allt vel.
Hvað er draumahollið þitt?
John Daly, Shane Lowry og Bára Einarsdóttir ..... ég held að þetta yrði svakalegt holl – Bára sér um veitingarnar.
Uppáhaldsvöllur?
Bobby Jones – Sarasota Florida
Hlíðavöllur eða Bakkakot?
Bakkakot
Besti kylfingurinn sem þú hefur spilað með?
Arnar Sigurbjörnsson
Spilaru golf í golfhermum yfir vetrarmánuðina?
Já reyni að fara 1 x í viku eftir áramót
Spilarðu alltaf golf með sömu vinunum eða ertu dugleg að skrá þig í holl þar sem þú þekkir fáa?
Ég skrái mig bara með einhverjum
Ertu dugleg að taka þátt í starfinu í GM? Ef svo er, hvað finnst þér skemmtilegast?
Var í kvennanefninni í 2 ár og það var alveg frábært, mæli með að taka þátt í þessu frábæra starfi.
Er eitthvað hjá okkur í GM sem þeir finnst mega betur fara?
Örugglega – það má alltaf gera betur og mér sýndist það vera á plani frá síðasta aðalfundi.
Og að lokum, hvernig fer um þig í GM?
Þar fer vel um mig – frábær klúbbur og frábærir félagar.
Takk fyrir mig
Svo biðjum við þig um að tilnefna næsta kylfing vikunnar 😊
Ég tilnefni hana Rakel Ýr Guðmundsdóttir
