GM félagi dagsins

Ágúst Jensson • 7. janúar 2026

GM félagi dagsins er Kristinn Karlsson

Forgjöf - 19,3


Hvenær varðstu félagi í GM?


Við hjónin gengum í GKJ árið 2003. Okkur var sagt að þetta væri huggulegur sveitaklúbbur með mjög vinalegu fólki. Það reyndist rétt. Við vorum byrjendur og fengum mjög góðar móttökur í klúbbnum. Síðan hefur allt vaxið og dafnað og klúbburinn og völlurinn löngu orðin alvöru þó enn sé smá eftir af sveitaklúbbnum.


Afhverju byrjaðirðu að spila golf?

Við vorum bæði búin að prófa og vorum viss um að þetta væri sport fyrir okkur. Þegar hægðist á í barnauppeldinu byrjuðum við. 


Hvað er skemmtilegast við golfið?

Það er svo margt sem er skemmtilegt við golfið. Útiveran, félagsskapurinn og svo skemmir ekki fyrir að vera í smá keppni.


Hvernig hefur golfið gengið hjá þér?

Það hefur gengið á ýmsu. Ég var frekar fljótur að lækka forgjöfina úr 36 og niður í 18. Svo hef ég náð lægst í 16,2 fyrir nokkrum árum og stefni þangað aftur. En sama hvernig gengið er þá mætir maður aftur og er ákveðinn í að bæta sig.


Hefurðu farið holu í höggi?

Já ég náði þeim áfanga í júlí 2023. Það var á 7. holu á Hlíðavelli. Pinninn var vinstra megin framarlega og ég sló með 9 járni. Ég hélt að þetta væri allt of stutt á meðan kúlan var í loftinu en svo lenti hún meter frá, hoppaði tvisvar og fór svo ofan í. Ég held að fagnaðarlætin hafi komið fram á jarðskjálftamælum.


Eftirminnileg atvik eða sögur af golfvellinum?

Það eru mörg skemmtileg atvik sem koma upp i hugann en sennilega er minnisstæðast þegar ég var að spila á golfvellinum við Geysi í fyrirtækjamóti með mönnum sem ég þekkti ekki neitt. Við erum á fyrstu braut og ég var að skoða púttlínuna og bakkaði of mikið og féll í ánna á bólakaf. Þeir sem voru í hollinu með mér drógu mig á land og ég fór úr öllum fötunum og við týndum saman þurr föt úr ýmsum pokum. Svo héldum við áfram eins og ekkert hafi í skorist.


Hvað er draumahollið þitt?

Seve Ballesteros, Bernhard Langer og Fred Coupels. Þetta eru menn á mínum aldri og miklir meistarar.


Uppáhaldsvöllur?

Hér heima er erfitt að gera upp á milli en Urriðaholtsvöllur og Hamarsvöllur í Borgarnesi eru skemmtilegir. Erlendis er það Valle Romano sem er á Costa del Sol og svo spilaði ég Barsebäck golf klubb í Svíþjóð í haust og hann er frábær.


Hlíðavöllur eða Bakkakot?

Hlíðavöllur oftar en Bakkakot.


Besti kylfingurinn sem þú hefur spilað með?

Ég spilaði með Kristjáni Þór Einarssyni einu sinni þegar hann var nýkrýndur Íslandsmeistari í fyrra skiptið og mér tókst að vinna af honum teiginn. Svo spilaði ég einu sinni í holukeppni á móti Birni Óskari Guðjónssyni og hann rétt vann mig á 17. holu.


Spilaru golf í golfhermum yfir vetrarmánuðina?

Ég reyni að gera það einu sinni í viku yfir vetratíman.  


Spilarðu alltaf golf með sömu vinunum eða ertu duglegur að skrá þig í holl þar sem þú þekkir fáa?

Ég spila mest með Dagnýju eiginkonu minni og við skráum okkur í holl á þeim tímum sem við viljum spila á óháð því hverjir eru þar fyrir.


Ertu dugleg/ur að taka þátt í starfinu í GM? Ef svo er, hvað finnst þér skemmtilegast?

Ég hef ekki verið mjög virkur í félagsstafi en ég hef tekið þátt í öllum meistaramótum nema einu síðan 2004. Aldrei unnið til verðlauna en alltaf sama frábæra stemmningin. Við höfum líka farið í ferðir til útlanda á vegum klúbbsins með frábærum félögum og stefnum á að gera það áfram.


Er eitthvað hjá okkur í GM sem þeir finnst mega betur fara?

Mér finnst starfið í GM vera mjög gott og ástæða til að hrósa stjórn og starfsmönnum fyrir að halda góðum standard. Mér hefur þó fundist vanta aðeins upp á klúbbastemmningu í skálanum. Þegar kylfingar koma inn eftir hring þá ganga þeir beint inn á fínan veitingastað en maður er kannski ekki alltaf í stuði fyrir það. Myndi stundum frekar vilja setjast niður og fá mér hressingu með spilafélögum án þess að líða eins og boðflennu á þessum annars glæsilega veitingastað.


Og að lokum, hvernig fer um þig í GM?

Það fer mjög vel um mig í GM. Frábærir félagar og vellirnir langoftast mjög góðir. Ég keyri fram hjá tveimur golfvöllum á leiðinni í Mosó en hefur ekki en dottið í hug að færa mig. 

 

Svo biðjum við þig um að tilnefna næsta kylfing vikunnar 😊

Ég tilnefni Óskar Sæmann Axelsson