GM félagi dagsins

Ágúst Jensson • 13. janúar 2026

GM félagi dagsins er Helena Dröfn Jónsdóttir

GM félagi dagsins er hún Helena Dröfn Jónsdóttir


Forgjöf. 29,9


Hvenær varðstu félagi í GM?

Árið 2022 þegar ég byrjaði i golfi   

          

Afhverju byrjaðirðu að spila golf?

Datt í hug að skrá okkur hjónin í golfskóla á Hellishólum eina helgi og manninum mínum leyst sko ekkert á það höfðum aldrei snert golfkylfu – en það heldur betur skilaði árangri höfum bara ekki stoppað síðan.


Hvað er skemmtilegast við golfið?

Hreyfingin útiveran og félagsskapurinn það er fátt sem toppar það og þetta er geggjað hjónasport.


Hvernig hefur golfið gengið hjá þér?

Golfið hefur sko gengið allskonar og var síðasta sumar algjör martröð ! En ég gefst ekki svo auðveldlega upp og ákvað að skrá mig í kennslu hjá Davíð Gunnlaugs og hefur hann algjörlega bjargað mér, þvílík þolinmæði hjá einum manni, hann er sá allra besti kennari sem ég hef hitt, hann er eins og góður sálfræðingur.


Hefurðu farið holu í höggi?

Nei


Eftirminnileg atvik eða sögur af golfvellinum?

Þegar ég náði erni á 4. braut i Bakkakoti, öll þrjú höggin með sömu kylfunni. 7 tréð klikkar seint.


Hvað er draumahollið þitt?

Það er Rakel Ýr golfsálufélgai minn, Rory Mcllroy, og Davíð Gunnlaugs hann lætur okkur taka réttar ákvarðanir á vellinum.


Uppáhaldsvöllur?

Hlíðavöllur, Grafarholtið og Poniente á Villaitana


Hlíðavöllur eða Bakkakot? Hlíðavöllur


Besti kylfingurinn sem þú hefur spilað með?

Guðni Birkir Ólafsson


Spilaru golf í golfhermum yfir vetrarmánuðina?

Já við nýtum okkur vel golfhermana í GM


Spilarðu alltaf golf með sömu vinunum eða ertu dugleg/ur að skrá þig í holl þar sem þú þekkir fáa?

 Ég á mína föstu og uppáhalds golfvini sem ég spila mikið með – en finnst samt alltaf gaman að spila með og kynnast nýjum golffélögum þeir geta alltaf kennt manni eitthvað skemmtilegt.


Ertu dugleg/ur að taka þátt í starfinu í GM? Ef svo er, hvað finnst þér skemmtilegast?

Ég hef verið dugleg að taka þátt með GM konum,, þær eiga heiður skilið sem hafa haldið utan um starfið þar, Mæli svo sannarlega með sérstaklega fyrir þær sem eru að stíga sín fyrstu skref í golfi. Það er tekið svo vel á móti öllum. Ég hef tekið þátt í öllum meistaramótum GM frá því að ég byrjaði í golfi, það er toppurinn á sumrinu að vera með í því. Palla Open er eitt af mínum uppáhaldsmótum og ekki má gleyma Bændaglímunni.


Er eitthvað hjá okkur í GM sem þeir finnst mega betur fara?

Það má örugglega alltaf reyna að gera betur, bæta teigana og setja niður fleiri ruslatunnur. Margir virðast ekki geta sett ruslið sitt í pokann sinn. En annars eruð þið búin að vinna frábært starf og vellirnir stórkostlegir.



Og að lokum, hvernig fer um þig í GM?

GM besti klúbburinn hér mun ég vera, skemmtilegasta fólkið og gegguð stemming.

 

Svo biðjum við þig um að tilnefna næsta kylfing vikunnar 😊

Það er enginn önnur en geggjaða Guðný Sif Gunnarsdóttir sem slær drævin sem öllum langar að slá.